Erlent

Danir vilja grænlenskan olíugróða

Óli Tynes skrifar
Qaanaaq, er nyrsti  bær Grænlands.
Qaanaaq, er nyrsti bær Grænlands.

Danir vilja frá hluta af ágóðanum ef olía finnst á Grænlandi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Talið er að mikla olíu sé að finna á landgrunni Grænlands og er hennar nú leitað.

Í nýrri skoðanakönnun sem gerð var fyrir Ritzau fréttastofunni kemur fram að rétt tæplega sextíu prósent Dana vilja fá hlut af hugsanlegum olíuauðævum.

20,6 prósent telja að Grænlendingar eigi að fá að njóta einir og 9,3 prósentum finnst að Danir eigi að taka allan olíugróðann. Danskir stjórnmálamenn eru flestir þeirrar skoðunar að löndin eigi að deila honum með sér.

Kristian Thulesen Dahl sem er þingmaður Danska þjóðarflokksins bendir á að Danir hafi á undanförnum áratugum borgað óteljandi milljarða króna með Grænlandi. Því sé aðeins réttlátt að danskir skattgreiðendur njóti góðs af því ef olíuævintýri hefst á Grænlandi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×