Erlent

Bandaríkjamenn ætla að skjóta niður gervihnött

Óli Tynes skrifar
Eldflaug skotið frá Bandarísku herskipi.
Eldflaug skotið frá Bandarísku herskipi.

Bandaríkjamenn hafa ákveðið að skjóta niður einn af sínum eigin njósnagervihnöttum sem er á hægri leið inn í gufuhvolfið.

Gervihnötturinn vegur rúmlega tvö tonn tonn og vísindamenn segja að hann muni ekki allur brenna upp þegar hann kemur inn í gufuhvolfið.

Meðal annars muni eldsneytisgeymirinn koma til jarðar. Eldsneytið í honum er eitrað og gæti valdið manntjóni þegar það lekur út. Auk þess gæti verið óþægilegt að fá hann í hausinn.

Ætlunin er því að skjóta endurbættri loftvarnaeldflaug frá herskipi rétt áður en hnötturinn kemur inn í gufuhvolfið, til að tryggja að brakið úr honum lendi í sjónum en ekki á landi.

Hnötturinn kemur í skotfæri eftir þrjá eða fjóra daga. Hann verður í skotfæri í sjö eða átta daga.

Efasemdarmenn telja óþarfa að skjóta hnöttinn niður. Með þessu séu Bandaríkjamenn aðeins að sýna mátt sinn og megin.

Ef sú er raunin er líklega eins gott að þeir hitti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×