Erlent

66 þúsund prósenta verðbólga

Óli Tynes skrifar
Þarf Mugabe ekki nýjan seðlabankastjóra ?
Þarf Mugabe ekki nýjan seðlabankastjóra ?

Verðbólga í Zimbabwe er komin upp í rúmlega 66 þúsund prósent ársgrundvelli. Atvinnuleysi er 80 prósent.

Þetta er líklega nokkuð áfall fyrir Robert Mugabe forseta, sem gerði það að grundvallar stefnumáli sínu á síðasta ári að draga úr verðbólgunni.

Mugabe er þó ekki af baki dottinn. Hann ætlar að bjóða sig fram enn eitt fimm ára kjörtímabil, í kosningum sem haldnar verða 29. mars.

Mugabe sem nú er 83 ára hefur stjórnað Zimbabwe síðan landið fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1980.

Þá hét landið Ródesía og þar var kynþáttaaðskilnaður, eins og í Suður-Afríku. Ródesía var eitt af ríkustu löndum Afríku þegar Mugabe tók við völdum.

Í dag er efnahagur landsins í rúst og almenningur dregur fram lífið á matargjöfum alþjóðlegra hjálparstofnana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×