Erlent

Þjóðarsorg út af brunnu hliði

Óli Tynes skrifar
Namdæmun brennur.
Namdæmun brennur.

Þjóðarsorg ríkir í Suður-Kóreu eftir að einn helgasti minnisvarði landsins eyðilagðist í bruna. Það var Namdæmun sem í beinni þýðingu er "Mikla suðurhliðið."

Það var suðurhlið borgarmúranna sem umluktu hina upphaflegu Seoul borg. Smíði þess hófst árið 1395.

Áttatíu slökkviliðsmenn börðust við eldinn, en það dugði ekki til að bjarga því frá eyðileggingu.

Ekki er vitað um eldsupptök en talið líklegast að kveikt hafi verið í hliðinu. Eins og sjá má á því að bera slökkviliðsmennina við Namdæmun var það mikið mannvirki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×