Erlent

Slagsmál og íkveikjur á Nörrebro

Óli Tynes skrifar

Mikil slagsmál og íkveikjur voru á Nörrebro í Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Danskir fjölmiðlar segja að óeirðaseggirnir hafi verið annarrar kynslóðar innflytjendur.

Þeir byrjuðu á því að rífa niður rafleiðslur og myrkvuðu þannig hluta á hverfinu. Þegar lögreglumenn komu á vettvang var kastað að þeim logandi flösku og byrjað að kveikja í.

Kveikt var í þrem bílum og tugum ruslagáma. Lögreglan sendi mikinn liðsauka á vettvang og beitti meðal annars táragasi til þess að vernda slökkivliðsmenn sem urðu fyrir árásum.

Logandi flöskum var einnig kastað að fjölmiðlafólki sem átti fótum sínum fjör að launa. Það tók lögregluna um klukkusstund að stilla til friðar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×