Erlent

Alvöru nágrannaerjur

Óli Tynes skrifar
Loftnetið var einföld stöng úr áli.
Loftnetið var einföld stöng úr áli.

Fyrir sextán árum setti ungverskur prófessor upp einfalda loftnetsstöng á raðhúsi sínu í Bergen í Noregi. Hann vildi geta talað við fjölskyldu sína í heimalandinu um stuttbylgju-talstöð.

Nágranni hans sem er norskur prófessor sagði að loftnetið væri fest við sína eign og krafðist þess að það yrði tekið niður. Matsmenn skoðuðu loftnetið og sögðu að það væri á eign hins ungverska.

Hann neitaði þá að taka það niður. Hinn ellefta þessa mánaðar hittast nágrannarnir í réttindum í tuttugasta og sjötta skipti.

Það er löngu búið að taka loftnetið niður og annar mannanna flutti úr raðhúsinu fyrir tíu árum. En heiftin grasserar áfram.

Norski prófessorinn hefur tapað tuttugu og fimm málum í röð gegn hinum ungverska kollega sínum. Mörg málin voru hafin þannig að sá norski taldi dómara vanhæfa fyrir að vísa máli hans stöðugt frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×