Erlent

Þriðji æðsti leiðtogi al Kaida felldur

Óli Tynes skrifar

Vestrænn embættismaður sagði við Reuter fréttastofuna í dag að engin ástæða væri til þess að efast um að þriðji æðsti leiðtogi Al Kaída hryðjuverkasamtakanna hafi verið felldur í Afganistan.

Því var haldið fram á vefsíðu islamista í dag að Abu Laith al-Libi hefði safnast til feðra sinna. S

amkvæmt óstaðfestum fregnum var sprengju skotið úr ómannaðri flugvél á vegum bandarísku leyniþjónustunnar yfir norðvesturhluta Pakistans á al-Libi og einhverja félaga hans. Þrettán menn féllu í árásinni.

Fyrrnefnd vefsíða hefur oft áður flutt fregnir af innri málum al Kaida, sem hafa reynst réttar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×