Erlent

Danske Bank græddi á tá og fingri

Óli Tynes skrifar

Danske Bank skilaði 192 milljarða króna hagnaði eftir skatta á síðasta ári. Bankinn býst við að á næsta ári aukist hagnaðurinn um milli 0 og 7 prósenta.

Þetta er um 10 prósent meiri hagnaður en bankinn skilaði á síðasta ári. Engu að síður er það þrem prósentum undir því sem bankinn vænti við lok þriðja ársfjórðungs.

Stjórn bankans á von á meiri samkeppni um innlán á þessu ári en því síðasta. Jafnframt er búist við að tap af útlánum aukist, en það hefur verið lágt.

Bankastjórnin hefur lagt til að 40 prósent arður verði greiddur af hagnaði síðasta árs. Það eru rúmlega 110 krónur á hlut.

Peter Straarup, aðalbankastjóri Danske Bank segir að fjárfestingar bankans síðustu árin hafi skilað góðum árangri.

Danske Bank hefur fjárfest rausnarlega í Noregi, Svíþjóð, á Írlandi og Norður-Írlandi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×