Erlent

90 milljóna sekt fyrir beran bossa

Óli Tynes skrifar
NYPS Blue var sýndur á Stöð 2.
NYPS Blue var sýndur á Stöð 2.
Bandaríska sjónvarpsstöðin ABC hefur verið sektuð um 90 milljónir vegna þess að ber afturendi á konu sást í sjónvarpsþætti sem hún framleiðir. Það var í lögregluþættinum NYPD Blue og hann var sýndur fyrir klukkan tíu að kvöldi.

Reglum samkvæmt má ekki sýna nakið fólk fyrir klukkan tíu að kvöldi á sjónvarpsstöðum sem senda út á landsvísu.

Fjölmörg kristin- og siðferðissamtök fylgjast vel með sjónvarpinu í Bandaríkjunum og eru óspör á að kæra ef þau telja sig sjá eitthvað ósiðlegt.

ABC hefur áfrýjað dóminum á þeim forsendum að ekki sé hægt að líta á rass sem kynfæri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×