Erlent

Díana grunaði al-Fayed um njósnir

Óli Tynes skrifar
Díana prinsessa.
Díana prinsessa.

Díana prinsessa hélt að Mohamed al-Fayed njósnaði um sig í síðustu siglingunni sem hún fór með Dodi, syni hans. Systir prinsessunnar, Sarah McCorquodale, skýrði frá þessu við vitnaleiðslurnar vegna dauða Díönu í dag.

Díana sagði systur sinni að hana grunaði að al-Fayed eldri léti hlera samtöl sín um borð í snekkjunni Jonikal. Sarah McCorquodale,sagði ennfremur að hún hefði haft á tilfinningunni að sambandi Díönu og Dodis væri að um það bil að ljúka. Aldrei hefði verið minnst á hjónaband eða óléttu.

Mohamed al-Fayed hefur haldið því fram að Díana hafi verið ófrísk og að hún hefði ætlað að kvænast syni sínum.

Hann heldur því einnig fram að Filipus prins, eiginmaður Elísabetar drottningar, hafi skipað bresku leyniþjónustunni að myrða Díönu og Dodi til þess að koma í veg fyrir að hún giftist múslima.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×