Erlent

Kallaði múslima hettumáf

Óli Tynes skrifar
Yasser Arafat sást aldrei án hefðbundins höfuðbúnaðar múslima.
Yasser Arafat sást aldrei án hefðbundins höfuðbúnaðar múslima.

"Ég vissi ekki að það ynnu hettumávar hér," sagði afgreiðslukona í stórmarkaðinum Kvickly, í Hróarskeldu í Danmörku, þegar hún sá múslima meðal starfsfólksins. Hann var með hefðbundinn arabiskan höfuðbúnað.

Afgreiðslukonan var rekin á staðnum fyrir þessi ummæli. Vinnumálaréttur Danmerkur hefur nú kveðið upp þann úrskurð að refsingin hafi verið of hörð. Ummælin væru vissulega óviðeigandi. Hinsvegar hefði brittrekstur úr starfi í för með sér miklar efnahagslegar þrengingar fyrir viðkomandi.

Rétturinn taldi að í þessu tilfelli hefði átt að vita konunni skriflega áminningu. Hann dæmdi henni sem svarar rúmri einni og hálfri milljón íslenskra króna í bætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×