Erlent

Egyptar vilja að Abbas gæti landamæra Gaza

Óli Tynes skrifar
Palestínumenn hafa streymt yfir landamær Gaza til að sækja sér vistir í Egyptalandi.
Palestínumenn hafa streymt yfir landamær Gaza til að sækja sér vistir í Egyptalandi.

Stjórnvöld í Egyptalandi segja að þau vilji að öryggissveitir Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna hafi eftirlit með landamærum Egyptalands og Gaza strandarinnar.

Egyptar útiloka þannig Hamas samtökin sem rændu völdum á ströndinni í júní á síðasta ári.

Tugþúsundir Palestínumanna streymdu yfir landamærin í síðustu viku eftir að vígasveitir Hamas sprengdu stórt skarð í múr sem lokaði þeim.

Egyptar reyndu að loka landamærunum aftur með gaddavírsvirðingum og kom þá til harðra átaka milli þeirra og Palestínumanna.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×