Erlent

Litháen íhugar nafnbreytingu

Óli Tynes skrifar
Frá Vilnius.
Frá Vilnius.

Litháen er að hugsa um að breyta sínu enska nafni til þess að gera fólki auðveldara að bera það fram og muna það. Á enskunni í dag er nafnið Lithuania.

Margt fólk sem býr fjarri Eystrasaltsríkjunum ruglast á Litháen og Lettlandi eða Lithuania og Latvia eins og þau heita á enski. Og hefur ekki einusinni hugmynd um hvar þessi blessuð ríki eru.

Ekki hefur enn verið lögð fram nein tillaga að nýju ensku nafni fyrir Litháen. Á þjóðtungunni er nafnið Lietuva.

Vinir Eystrasaltsríkjanna eru hvattir til þess að senda tillögur. Ísland var jú fyrsta ríkið sem viðurkenndi Litháen og því viðeigandi að við skírum það líka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×