Erlent

Egyptar loka landamærunum að Gaza

Óli Tynes skrifar
Palestínumenn streyma til Egyptalands.
Palestínumenn streyma til Egyptalands.

Egypskir landamæraverðir reyna nú að stöðva ferðir Palestínumanna frá Gaza ströndinni í gegnum glufur í landamæramúr sem Hamas samtökin sprengdu á miðvikudag.

Í fyrstu höfnuðu Egyptar kröfu Ísraela um að hindra ferðir þúsunda Palestínumanna yfir landamærin.

Í dag byrjuðu þeir hinsvegar að loka landamærunum á nýjan leik með gaddavírsgirðingum.

Það var eftir að Ísraelar settu fram kröfur um að þeir sæju Gaza ströndinni fyrir vatni lyfjum og eldsneyti til þess að knýja orkuver sín. Egyptar neita að taka nokkra ábyrgð á ströndinni.

Ísraelar lokuðu fyrir birgðaflutninga til þess að reyna að knýja Hamas til þess að hætta að skjóta eldflaugum á Ísrael frá Gaza.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×