Erlent

Fagin er enn að í Lundúnum

Óli Tynes skrifar
Úr kvikmynd um Oliver Twist.
Úr kvikmynd um Oliver Twist.

Breska lögreglan handtók í dag yfir tuttugu Rúmena fyrir barnaþrælkun. Sex börnum undir tíu ára aldri var bjargað úr klóm þeirra.

Börnin höfðu verið neydd til þess að betla og stela á götum Lundúna og í almenningsfarartækjum.

Lögreglan telur sig hafa upprætt umfangsmikinn barna þrælkunar hring með þessum handtökum.

Lögregluforinginn sem stjórnaði aðgerðunum sagði að fátækar fjölskyldur í Rúmeníu seldu börnin í hendur þrælahaldaranna gegn loforðum um peninga. Börnin séu svo neydd til þess að betla og stela.

Þetta minnir óneitanlega á söguna um Oliver Twist og illmennið Fagin sem sendi þau út í sama tilgangi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×