Erlent

Vill fá að kasta snöru í fangelsinu

Óli Tynes skrifar
Sami með snarað hreindýr.
Sami með snarað hreindýr.

Sami sem situr í fangelsi í Þrándheimi fyrir manndráp hefur skrifað yfirvöldum kvörtunarbréf yfir að fá ekki að kasta snöru í fangelsinu.

Samar eru hreindýrahirðar og fanga hreindýr sín tíðum með snöru. Þeirri kunnáttu vill Johan Aslak Hætta viðhalda meðan hann afplánar tíu ára fangelsisdóm.

Hann vill því fá að æfa sig með snörunni í útivistartíma fanganna. Fangelsisyfirvöld bera við öryggissjónarmiðum.

Það telur Saminn ekki standast. "Snaran er ekki nema 20 metra löng og næsta tré fyrir utan múrana er í 40 metra fjarlægð. Ég get því ekki notað hana til þess að flýja."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×