Erlent

Tennur dregnar úr Al Kæda -en ekki nógu margar

Óli Tynes skrifar
Al Kæda gerði þúsundir árása á óbreytta borgara.
Al Kæda gerði þúsundir árása á óbreytta borgara.

Bandaríska herstjórnin í Írak hefur gert upp baráttuna við Al Kæda á síðasta ári.

Bandaríkjamenn líta á hryðjuverkasamtökin sem mestu ógn við frið í Írak. Hér á eftir eru helstu punktar úr bandarísku skýrslunni.

**Al Kæda gerði yfir 4.500 árásir á óbreytta borgara á síðasta ári. Samtökin drápu 3.870 óbreytta borgara og særðu nærri 18 þúsund.

**Hernaðaraðgerðir gegn Al Kæda leiddu til handtöku 8.800 skæruliða og 2.400 voru drepnir. Hernaðaraðgerðirnar drógu úr áhrifum og styrk samtakanna.

**Skjöl sem fundust í víghreiðrum Al Kæda í Írak sýna að 750 hryðjuverkamenn frá 22 þjóðum komu til landsins fram til ágúst 2007. Skjölin benda til þess að 90 prósent sjálfsmorðsárása séu framin af útlendingum.

**Rétt tæpur helmingur útlendinganna kom frá Saudi Arabíu. Næstflestir komu frá Libyu. Þar á eftir koma Yemen, Sýrland, Túnis og Marokkó.

**Flestir leiðtogar Al Kæda í Írak eru útlendingar. Óbreyttir liðsmenn eru hinsvegar flestir Írakar.

**Ofbeldisverk Al Kæda í Írak náðu hámarki í mars og apríl í síðasta ári. Það dró smámsaman úr þeim eftir því sem bandarískum hermönnum fjölgaði.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×