Erlent

Milljarða sekt fyrir skipstapa

Óli Tynes skrifar
Erika að sökkva.
Erika að sökkva.

Franski olíurisinn Total SA var í dag dæmdur til þess að greiða háa sekt og enn hærri bætur vegna olíuflutningaskipsins Eriku sem brotnaði og tvennt og sökk árið 1999.

Um 20 þúsund tonn af olíu fóru í sjóinn á Biskaya flóa og ollu mesta mengunarslysi í sögu Frakklands. Olían barst á land á 400 kílómetra kafla á strandlengju landsins.

Erika var ryðguð drusla sem Total hafði tekið á leigu til olíuflutninga. Total er fjórða stærsta olíufyrirtæki í heimi.

Því var gert að tæpar fjörutíu milljónir króna í sekt og stóran hluta af 40 milljarða króna tjóni sem mengunin olli.

Auk þess er mögulegt að umhverfissamtök og sveitarfélög fái leyfi til þess að höfða skaðabótamál gegn olíufélaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×