Erlent

Reyndu að flækja skrúfu hvalveiðiskips

Óli Tynes skrifar
Paul Watson.
Paul Watson.

Japanar segja að áður en tveir af liðsmönnum Sea Shepherd réðust um borð í hvalveiðiskip þeirra hafi skip Sea Shepherd reynd að flækja köðlum í skrúfu þess, auk þess sem áhöfnin hafi fleygt flöskum með sýru yfir á þilfar hvalveiðiskipsins.

Paul Watson, skipstjóri á skipi Sea Shepherd segir að mennirnir tveir sem komust um borð í japanska skipið hafi verið bundnir við ratsjármastur þess. Þessu neita Japanar.

Þeir segja að mennirnir tveir hafi ruðst óboðnir um borð. Það sé brot á alþjóðlegum siglingalögum. Þess vegna hafi þeir verið lokaðir inni í klefa meðan ákveðið væri hvað yrði gert við þá. Þeir hafi hinsvegar ekki verið bundnir.

Paul Watson segir að þeir muni hundelta japanska skipið og gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að hindra það í að veiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×