Erlent

Rússar vilja Breta burt

Óli Tynes skrifar
Alexander Litvinenko var myrtur með geislavirku eitri í Lundúnum.
Alexander Litvinenko var myrtur með geislavirku eitri í Lundúnum. MYND/AP

Rússar eru öskureiðir yfir því að Bretar skuli ekki hafa lokað menningarskrifstofum sínum í Sankti Pétursborg og Yekaterinburg.

Fyrir áramót skipuðu Rússar British Council að loka skrifstofum sínum í þessum borgum frá og með 1. janúar.

Litið er á það sem pólitíska hefnd fyrir viðbrögð Breta við morðinu á rússneska njósnaranum Alexander Litvinenko.

Bretar kenndu KGB njósnaranum Andrei Lugovoy um morðið. Þegar Rússar neituðu að framselja hann vísuðu Bretar fjórum rússneskum diplomötum úr landi.

Síðan hafa samskipti þjóðanna versnað jafnt og þétt.

Rússar tilkynntu svo í dag að þeir muni ekki gefa út fleiri vegabréfsáritanir fyrir starfsfólk British Council. Bretar segja að þessar aðgerðir Rússa séu brot á alþjóðalögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×