Erlent

Neyð í Kenya

Þessi litla telpa týndi foreldrum sínum í óeirðunum undanfarnar vikur. Nú þarf hún að treysta á aðra.
Þessi litla telpa týndi foreldrum sínum í óeirðunum undanfarnar vikur. Nú þarf hún að treysta á aðra. MYND/AP
Um hálf milljón Keníabúa mun þurfa á mannúðaraðstoð að halda innan skamms ef ekki tekst að leysa deilur stríðandi fylkinga þar í landi. Hvað þá ef þær magnast. Þetta segir fulltrúi hjá Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.

Hann bendir á að hátt í þrjú hundruð þúsund manns hafi orðið að flýja heimili sín vegna átaka sem hafi kostað um sex hundruð manns lífið. Mvai Kibaki forseti og andstæðingur hans, Raila Odinga, hafa deilt um úrslit forsetakosninga í síðasta mánuði.

Odinga segir Kibaki hafa rænt sig sigrinum. Stjórnarandstaðan hefur boðað til þriggja daga mótmælaaðgerða í landinu eftir helgi. Þrátt fyrir að lögregla banni þau. Búast má við hörðum átökum og mannfalli, ef af verður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×