Erlent

Margt skrýtið í kýrhausnum

Óli Tynes skrifar
Hann sendi HVAÐ?
Hann sendi HVAÐ?

Bandarískur maður sem sendi elskhuga eiginkonu sinnar blóðugan kýrhaus í pósti, var dæmdur í skilorðsbundið fangelsi og til samfélagsþjónustu. Jason Michael Fife fékk kýrhausinn hjá slátrara sínum undir því yfirskyni að hann ætlaði að nota hauskúpuna sem veggskreytingu.

Lögfræðingur Fifes viðurkenndi að hann hefði farið yfir línuna, en sagði honum til varnar að ástarsambandið hefði farið illa með hann andlega. Fife hafði aldrei áður gerst brotlegur við lög. Dómarinn sá því aumur á honum og dæmdi hann aðeins í skilorðsbundið fangelsi.

Síðan brotið var framið hefur Fife raunar sæst við konu sína og þau eru farin að búa saman aftur, ásamt ungu barni sínu í bænum Hunker sem er suðaustur af Pittsburgh.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×