Erlent

Danir senda herskip til sjóræningjaveiða

Óli Tynes skrifar
Danska freigátan Thetis.
Danska freigátan Thetis.

Danska freigátan Thetis lagði úr höfn frá flotastöðinni í Frederikshavn í morgun til þess að prófa byssur sínar áður en hún verður send að ströndum Sómalíu.

Hlutverk hennar þar verður að verja flutningaskip fyrir árásum sjóræningja. Sjóræningjar eru stórfellt vandamál á þeim slóðum.

Thetis á einkum að verja flutningaskip sem flytja neyðaraðstoð til Sómalíu. Franskt herskip sinnir nú því verkefni en Thetis á að leysa það af. Tugir skipa verða fyrir árásum sjóræningja við strendur Afríku ár hvert

Að því gefnu að fallstykkin á Thetis séu í lagi leggur skipið af stað til Sómalíu á mánudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×