Erlent

Hann er á leiðinni

Óli Tynes skrifar
Bandarískur öryggisvörður skoðar fæðingarkirkjuna í Betlehem.
Bandarískur öryggisvörður skoðar fæðingarkirkjuna í Betlehem. MYND/AP

Bandarískir öryggisverðir eru nú á ferð á flugi um Ísrael vegna heimsóknar Georges Bush forseta síðar í þessari viku.

Á meðfylgjandi mynd er bandarískur öryggisvörður að skoða Fæðingarkirkjuna í Betlehem.

Meðal þess sem Ehud Olmeret, forsætisráðherra mun seegja Bush er að Ísraelar ætli að drífa í því að rýma ólöglegar byggðir Gyðinga á Vesturbakkanum. Nokkuð er víst að það verk mun ekki ganga hávaðalaust fyrir sig.

Olmert er einnig farinn að búa þjóð sína undir að hún verði að sætta sig við að Jerúsalem verði skipt. Palestínumenn krefjast austurhluta borgarinnar sem höfuðborgar fyrir sitt nýja ríki.

Þar eru margir helgistaðir bæði Araba, Gyðinga og kristinna manna. Sá möguleiki hefur verið ræddur að þeir verði undir alþjóðlegri stjórn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×