Erlent

Flýið, Marsbúar Flýið

Óli Tynes skrifar
Nærmynd af Mars tekin með Hubble sjónaukanum.
Nærmynd af Mars tekin með Hubble sjónaukanum.

Líkurnar á því að loftsteinn sem er á stærð við fótboltavöll rekist á Mars í lok þessa mánaðar hafa aukist umtalsvert.

Fyrst þegar loftsteinninn sást voru líkurnar á árekstri taldar 1 á móti 75. Nú eru þær taldar 1 á móti 25.

Loftsteinninn er á yfir 44000 kílómetra hraða þannig að þetta verður enginn smáræðis skellur. Vísindamenn NASA segja að jörðinni stafi engin hætta af árekstrinum ef af honum verður.

Það yrði hinsvegar mikið sjónvarspil og þeir eru undir það búnir að mynda atburðinn.

Líklegt er talið að loftsteinninn myndi sprengja kílómetra gíg í yfirborð Rauðu plánetunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×