Erlent

Fluttir fullir frá Suðurpólnum

Óli Tynes skrifar
Amundsen-Scott rannsóknarstöðin.
Amundsen-Scott rannsóknarstöðin.

Tveir menn voru fluttir með herflugvél frá Suðurpólnum á jóladag hefur að hafa lent þar í fyrstu barslagsmálum í sögu þess heimshluta.

Annar þeirra var fluttur á sjúkrahús á Nýja Sjálandi með brotinn kjálka hinn var sendur heim til Bandaríkjanna.

Mennirnir voru báðir starfsmenn í Amundsen-Sconn rannsóknarstöðinni á Suðurpólnum. Talsmaður stöðvarinnar staðfesti að slagsmálin hefðu átt sér stað, en nafngreindi ekki menninna.

Hann sagði ennfremur að hann vissi ekki hvað hefði valdið slagsmálunum.

Kanadiskt dagblað sagði að þau hefðu verið vegna konu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×