Körfubolti

Haukar unnu toppslaginn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristrún Sigurjónsdóttir var stigahæst í liði Hauka í kvöld.
Kristrún Sigurjónsdóttir var stigahæst í liði Hauka í kvöld.
Haukar unnu Keflavík í toppslag Iceland Express deildar kvenna, 80-77, en þrír leikir fóru fram í deildinni í kvöld.

Keflvíkingar byrjuðu betur í leiknum og voru með ellefu stiga forystu í hálfleik, 46-37. Haukar náðu svo að minnka muninn í eitt stig í lok þriðja leikhluta og komust svo yfir þegar ein og hálf mínúta voru til leiksloka.

Keflvíkingar fengu tækifæri til að jafna metin á lokasekúndum leiksins en skotið geigaði.

Kristrún Sigurjónsdóttir var stigahæst hjá Haukum með 28 stig og Slavica Dimovska kom næst með sextán stig. Hún gaf þar að auki ellefu fráköst og tók níu fráköst.

Birna Valgarðsdóttir skoraði flest stig Keflvíkinga eða 31 talsins auk þess sem hún tók níu fráköst. Svava Ósk Stefánsdóttir skoraði 22 stig og tók einnig níu fráköst í leiknum.

Þá vann Valur sigur á Fjölni, 79-59 og Hamar vann lið Snæfells á útivelli, 80-52.

Haukar eru í efsta sæti deildarinnar með fjórtán stig og Hamar í því öðru með tólf. Keflavík er í þriðjs sæti með tíu stig, rétt eins og KR. Fjölnir og Snæfell eru í neðstu sætum deildarinnar með tvö stig hvort.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×