Um hvað er deilt? Þorsteinn Pálsson skrifar 27. júlí 2008 08:00 Óskir um að Alþingi komi saman vegna efnahagsmála gefa tilefni til að velta upp tveimur spurningum til þess að sjá þau mál í hnotskurn. Annars vegar: Á hvaða sviðum geta stjórnvöld beitt sér? Og hins vegar: Um hvað er deilt? Úr sögunni eru þær aðstæður að unnt sé að grípa inn í rás atburða með aðgerðalista upp á margar blaðsíður frá verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum. Nú er það fyrst og fremst heildarstefna á þremur sviðum sem máli skiptir. Það eru: Peningamál, orkunýting og ríkisfjármál. Á sviði peningamála virðist vera breið samstaða allra flokka að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans með lántöku til þess að losa um lánsfjárkreppuna og auðvelda bönkunum að veita súrefni inn í atvinnulífið. Stjórnarandstaðan gagnrýnir á hinn bóginn stjórnina fyrir að hafa dregið að nýta heimildir sem hún hefur þegar fengið til frekari ráðstafana á því sviði. Segja má að gleggri skýringar á tímasetningu væru þarfar. Um aðferðafræði Seðlabankans hefur forsætisráðherra sagt að senn sé tímabært að endurskoða peningastefnuna í heild. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst afdráttarlausum skoðunum um breytingar. Aðrir flokkar hafa lýst óánægju með háa vexti en ekki tekið af skarið um hvort breyta eigi aðferðafræðinni. Umræðan bendir því ekki til að djúpstæður ágreiningur sé um þetta viðfangsefni. En að því kemur að ríkisstjórnin þarf að svara hvenær endurskoðnin verður gerð. Meiri ágreiningur er um hvort styðjast eigi við krónu eða evru í framtíðinni. Stefna ríkisstjórnarinnar er að halda krónunni en stjórnarflokkarnir hafa þó hvor sína skoðun á málinu. Framsóknarflokkurinn útilokar ekki evrulausn en VG er í mjög eindreginni andstöðu. Þetta þýðir að krónan verður framtíðarlausnin nema Evrópuumræðan innan Sjálfstæðisflokksins leiði til annarrar niðurstöðu. Máli skiptir í því sambandi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur rofið ársgamla bókun um samstöðu með VG í Evrópumálunum. Átök eru um hvort ríkið á að beita sér fyrir markvissri orkunýtingu til þess að styrkja gjaldmiðilinn. Á Alþingi er sú stefna studd af Sjálfstæðisflokknum, meirihluta Samfylkingarinnar og Framsóknarflokknum. VG er í harðri andstöðu. Í borgarstjórn sem ræður stærsta orkufyrirtæki landsins heldur VG bæði Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni í gíslingu á þessu sviði. Þar er Framsóknarflokkurinn eini orkunýtingarflokkurinn. Þessi pólitíska staða í borgarstjórn og að hluta innan annars stjórnarflokksins hefur verulega veikt orkunýtingarstefnu ríkisstjórnarinnar. Loks munu ríkisfjármálin skipta sköpum um árangur í baráttunni fyrir efnahagslegu jafnvægi. Harkalegt aðhald á því sviði er nauðsynlegt eigi að ná niður vöxtum og mynda svigrúm fyrir aukna verðmætasköpun. Hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan hafa sýnt á þau spili. Eins og sakir standa er því erfitt að dæma um hvort stjórnin er þar á réttri leið eða hvort stjórnarandstaðan kynnir önnur markmið. Niðurstaðan er þessi: Óraunhæft er að menn sjái þýðingarmestu ráðstafanir stjórnarinnar fyrr en fjárlagafrumvarpið verður birt. Að því er varðar bráðaaðgerðir í peningamálum er fremur deilt um tímasetningar en aðferðafræði. Þó að orkunýtingarstefnan þyrfti að vera skarpari er hugsanlegt að hún dugi þrátt fyrir Reykjavíkurvandann. Framtíðarstefnan í peningamálum er svo enn óskrifað blað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sparnaðarráð fyrir ferðalagið Svandís Edda Jónudóttir skrifar Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Samráðsdagar á Kjalarnesi Ævar Harðarson skrifar Skoðun Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að mása sig hása til að tefja Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sjónarspil í Istanbul Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Óskir um að Alþingi komi saman vegna efnahagsmála gefa tilefni til að velta upp tveimur spurningum til þess að sjá þau mál í hnotskurn. Annars vegar: Á hvaða sviðum geta stjórnvöld beitt sér? Og hins vegar: Um hvað er deilt? Úr sögunni eru þær aðstæður að unnt sé að grípa inn í rás atburða með aðgerðalista upp á margar blaðsíður frá verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum. Nú er það fyrst og fremst heildarstefna á þremur sviðum sem máli skiptir. Það eru: Peningamál, orkunýting og ríkisfjármál. Á sviði peningamála virðist vera breið samstaða allra flokka að styrkja gjaldeyrisforða Seðlabankans með lántöku til þess að losa um lánsfjárkreppuna og auðvelda bönkunum að veita súrefni inn í atvinnulífið. Stjórnarandstaðan gagnrýnir á hinn bóginn stjórnina fyrir að hafa dregið að nýta heimildir sem hún hefur þegar fengið til frekari ráðstafana á því sviði. Segja má að gleggri skýringar á tímasetningu væru þarfar. Um aðferðafræði Seðlabankans hefur forsætisráðherra sagt að senn sé tímabært að endurskoða peningastefnuna í heild. Tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lýst afdráttarlausum skoðunum um breytingar. Aðrir flokkar hafa lýst óánægju með háa vexti en ekki tekið af skarið um hvort breyta eigi aðferðafræðinni. Umræðan bendir því ekki til að djúpstæður ágreiningur sé um þetta viðfangsefni. En að því kemur að ríkisstjórnin þarf að svara hvenær endurskoðnin verður gerð. Meiri ágreiningur er um hvort styðjast eigi við krónu eða evru í framtíðinni. Stefna ríkisstjórnarinnar er að halda krónunni en stjórnarflokkarnir hafa þó hvor sína skoðun á málinu. Framsóknarflokkurinn útilokar ekki evrulausn en VG er í mjög eindreginni andstöðu. Þetta þýðir að krónan verður framtíðarlausnin nema Evrópuumræðan innan Sjálfstæðisflokksins leiði til annarrar niðurstöðu. Máli skiptir í því sambandi að Sjálfstæðisflokkurinn hefur rofið ársgamla bókun um samstöðu með VG í Evrópumálunum. Átök eru um hvort ríkið á að beita sér fyrir markvissri orkunýtingu til þess að styrkja gjaldmiðilinn. Á Alþingi er sú stefna studd af Sjálfstæðisflokknum, meirihluta Samfylkingarinnar og Framsóknarflokknum. VG er í harðri andstöðu. Í borgarstjórn sem ræður stærsta orkufyrirtæki landsins heldur VG bæði Sjálfstæðisflokknum og Samfylkingunni í gíslingu á þessu sviði. Þar er Framsóknarflokkurinn eini orkunýtingarflokkurinn. Þessi pólitíska staða í borgarstjórn og að hluta innan annars stjórnarflokksins hefur verulega veikt orkunýtingarstefnu ríkisstjórnarinnar. Loks munu ríkisfjármálin skipta sköpum um árangur í baráttunni fyrir efnahagslegu jafnvægi. Harkalegt aðhald á því sviði er nauðsynlegt eigi að ná niður vöxtum og mynda svigrúm fyrir aukna verðmætasköpun. Hvorki ríkisstjórnin né stjórnarandstaðan hafa sýnt á þau spili. Eins og sakir standa er því erfitt að dæma um hvort stjórnin er þar á réttri leið eða hvort stjórnarandstaðan kynnir önnur markmið. Niðurstaðan er þessi: Óraunhæft er að menn sjái þýðingarmestu ráðstafanir stjórnarinnar fyrr en fjárlagafrumvarpið verður birt. Að því er varðar bráðaaðgerðir í peningamálum er fremur deilt um tímasetningar en aðferðafræði. Þó að orkunýtingarstefnan þyrfti að vera skarpari er hugsanlegt að hún dugi þrátt fyrir Reykjavíkurvandann. Framtíðarstefnan í peningamálum er svo enn óskrifað blað.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Skoðun Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon Skoðun