Segjum atvinnuleysi stríð á hendur Þór Sigfússon skrifar 6. nóvember 2008 05:00 Látum engan segja okkur að hér þurfi að koma til stórfellds atvinnuleysis þar sem tugir þúsunda manna ganga um atvinnulausir. Segjum atvinnuleysi stríð á hendur. Það ríkir alger einhugur meðal atvinnurekenda og launþega um að varðveita það samfélag sem hér hefur byggst upp og standa saman um að sem flestar vinnufærar hendur hafi eitthvað fyrir stafni. Þannig höldum við góðri vinnumenningu hérlendis sem atvinnulífið og samfélagið allt hafa mikinn hag af. Ísland hefur ávallt státað af því að búa við lítið atvinnuleysi. Með sveigjanleika í atvinnulífinu er hægt að bregðast skjótt við aðstæðum. Nú þurfum við að sýna hvað í okkur býr og að samtakamáttur getur skipt miklu máli. Hátt atvinnustig og fjöldi útlendinga á vinnumarkaði auðvelda aðlögun að minnkandi atvinnu hérlendis. Breytt samskipti á vinnumarkaði, milli starfsmanna og fyrirtækja, gera okkur betur kleift að takast á við minni atvinnu. Afsprengi þessa nána samstarfs birtist nú m.a. í því að starfsfólki eru boðin hlutastörf þar sem þeim verður við komið. Nýtum fjölbreytta flóru skóla til að fjölga menntaleiðum og um leið að standa fyrir nýsköpun hvers konar. Eflum vinnumiðlanir og Útflutningsráð til að liðsinna fólki og fyrirtækjum við að finna tækifæri og störf erlendis. Hvetjum til forgangsröðunar í framkvæmdum þar sem meiri áhersla er lögð á vinnuaflsfrekar framkvæmdir líkt og Reykjavíkurborg hefur gert. Hvetjum Íslendinga, sem fest hafa fé erlendis, til þess að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum og nýsköpun. Keppum að þessu og afsönnum að stórfellt atvinnuleysi sé lögmál við þær aðstæður sem við búum nú við. Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þór Sigfússon Mest lesið Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Látum engan segja okkur að hér þurfi að koma til stórfellds atvinnuleysis þar sem tugir þúsunda manna ganga um atvinnulausir. Segjum atvinnuleysi stríð á hendur. Það ríkir alger einhugur meðal atvinnurekenda og launþega um að varðveita það samfélag sem hér hefur byggst upp og standa saman um að sem flestar vinnufærar hendur hafi eitthvað fyrir stafni. Þannig höldum við góðri vinnumenningu hérlendis sem atvinnulífið og samfélagið allt hafa mikinn hag af. Ísland hefur ávallt státað af því að búa við lítið atvinnuleysi. Með sveigjanleika í atvinnulífinu er hægt að bregðast skjótt við aðstæðum. Nú þurfum við að sýna hvað í okkur býr og að samtakamáttur getur skipt miklu máli. Hátt atvinnustig og fjöldi útlendinga á vinnumarkaði auðvelda aðlögun að minnkandi atvinnu hérlendis. Breytt samskipti á vinnumarkaði, milli starfsmanna og fyrirtækja, gera okkur betur kleift að takast á við minni atvinnu. Afsprengi þessa nána samstarfs birtist nú m.a. í því að starfsfólki eru boðin hlutastörf þar sem þeim verður við komið. Nýtum fjölbreytta flóru skóla til að fjölga menntaleiðum og um leið að standa fyrir nýsköpun hvers konar. Eflum vinnumiðlanir og Útflutningsráð til að liðsinna fólki og fyrirtækjum við að finna tækifæri og störf erlendis. Hvetjum til forgangsröðunar í framkvæmdum þar sem meiri áhersla er lögð á vinnuaflsfrekar framkvæmdir líkt og Reykjavíkurborg hefur gert. Hvetjum Íslendinga, sem fest hafa fé erlendis, til þess að fjárfesta í íslenskum fyrirtækjum og nýsköpun. Keppum að þessu og afsönnum að stórfellt atvinnuleysi sé lögmál við þær aðstæður sem við búum nú við. Höfundur er formaður Samtaka atvinnulífsins.
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar