Körfubolti

Þjóðverjar á Ólympíuleikana

Dirk Nowitzki fór á kostum
Dirk Nowitzki fór á kostum NordcPhotos/GettyImages

Þjóðverjar tryggðu sér í kvöld síðasta sætið á Ólympíuleikana með 96-82 sigri á Portó Ríkó í baráttunni um þriðja og síðasta sætið í undankeppni leikanna.

Króatía og Grikkland höfðu áður tryggt sér sæti á leiknunum. Þjóðverjar höfu yfir í hálfleik í dag 48-39 og fóru langt með leikinn í lok þriðja leikhluta þegar þeir skoruðu þrjá þrista á innan við mínútu.

Það voru Dallas-mennirnir Dirk Nowitzki (32 stig) hjá Þjóðverjum og Jose Barea (18 stig) sem voru stigahæstir í hvoru liði í kvöld.

Nú er því orðið klárt hvaða lið bítast um ÓL gullið í Peking í næsta mánuði.

Í A-riðli leika Króatar, Íranir, Litháar, Argentínumenn, Rússar og Ástralir.

Í B-riðli eru Þjóðverjar, Grikkir, Kínverjar, Bandaríkjamenn, Spánverjar og Angólamenn.

Efstu fjögur liðin í hvorum riðli komast í 8-liða úrslitin, þar sem efsta liðið úr hvorum riðli leikur við liðið í fjórða sæti í riðlinum á móti og liðið sem hafnar í öðru sæti mætir liðinu sem lenti í þriðja sæti í riðlinum á móti. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×