Dagur eftir þennan dag 19. nóvember 2008 06:00 Á laugardaginn sótti ég fund í Iðnó um framtíðina og labbaði út á Austurvöll þar á eftir til að skynja mótmælin og hug hins almenna borgara. Enda þótt ég sitji á þingi, deili ég áhyggjum og kvíða með öllu því fólki, sem vill fá svör og viðbrögð gagnvart því sem við blasir. Að því leyti erum við öll á sama báti og það eykur á óvissuna að heyra og lesa látlaust neikvæðar fréttir og frásagnir af erfiðleikum og áföllum. Stjórnvöldum og alþingi til málsbóta og afsökunar má segja, að biðstaðan og óvissan hefur undanfarnar vikur stafað af þeim drætti sem orðið hefur á aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Áætlunin sem að baki því samstarfi felst hefur ekki mátt koma fram og gert ríkisstjórninni erfitt fyrir að taka af skarið. Nú er þeirri óvissubið vonandi lokið. Nú er hægt að leggja spilin á borðið. Icesave-málið var óhjákvæmilegt að leysa, enda hefði að öðrum kosti blasað við að Íslendingar einangruðust, lokað yrði á líflínur og lánalínur og þjóðin hyrfi aftur til lífskjara, sem líkja mætti við móðuharðindin. Við hefðum getað gleymt aðild að Evrópusambandinu og raunar öllum alþjóðlegum samskiptum. Flóknara var það dæmi ekki. Nú er lán frá IMF og öðrum í sjónmáli. Það er fyrsta skrefið. Næsta skref er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru. Sjálfstæðisflokkurinn hefur loksins opnað á þá leið og hefur flýtt landsfundi sínum til að taka þá ákvörðun. Ef það fer ekki eftir getur Sjálfstæðisflokkurinn átt sig. Þá dæmir hann sig úr leik. Raunar held ég að niðurstaða sjálfstæðismanna sé sjálfskrifuð. Þeir munu mæla með aðildarumsókn að ESB og einmitt með vísan til þeirrar forskriftar sem nú þegar liggur fyrir af þeirra hálfu, teldi ég vel samræmanlegt og eðlilegt að strax á morgun snúi íslensk stjórnvöld sér til Evrópusambandsins og hefji alvöruviðræður um þá skilmála og kosti sem í boði eru fyrir Ísland, ef og þegar til aðildar kemur. Það mun hjálpa Sjálfstæðisflokknum til að taka afstöðu og flýta sömuleiðis fyrir þeirri óhjákvæmilegu niðurstöðu að Íslendingar og Sjálfstæðisflokkurinn geti gert upp hug sinn. Viðræður við ESB strax nú fyrir áramótin munu flýta öllu ferlinu. Það flýtir enn fremur fyrir kosningum, bæði að því er varðar stjórnarskrárbreytingar sem aðild að ESB kallar á, svo og kosningum til nýs Alþingis, sem þannig sækir umboð og traust til þjóðarinnar um endurreisn íslensks samfélags. Ég held að allir séu sammála um að endurreisn samfélagins getur ekki átt sér stað nema þjóðinni sé gefinn kostur á að veita komandi stjórnvöldum umboð til að takast á við að reisa landið úr rústunum. Kosningar eru af þeim sökum sjálfgefnar á fyrri hluta næsta árs. Það kemur síðan af sjálfu sér að í kjölfarið á breyttri peningastefnu mun verða skipt um persónur og leikendur í lykilstöðum. Í raun og veru verður ekki aðeins kosið um valdastöður, heldur fyrst og fremst um það þjóðfélag sem við viljum að taki við. Þar hef ég þá trú og sannfæringu að hugsjónir jafnaðarmanna um velferð, opið og gegnsætt samfélag, samhug og félagsleg gildi muni verða kjósendum að leiðarljósi. Allt er þetta í farvatninu. Vonin og trúin á bjartari framtíð á að halda okkur við efnið. Stjórnmálamenn eiga að slíðra sverðin, fjölmiðlar eiga að sýna fram á jákvæða þróun og við þurfum að gefa þjóðinni, almenningi og okkur sjálfum, sem nú sitjum á þingi, kraft og áræði til að takast á við vandann. Við erum ekki á neinum vonarvöl. Við eigum mat og rafmagn, heitt vatn og húsaskjól. Og við eigum hvert annað. Blásum lífi í fólkið, blásum lífi í vonina og viðspyrnuna. Þetta verður eflaust erfiður vetur. En það kemur dagur eftir þennan dag. Það birtir upp um síðir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Sjá meira
Á laugardaginn sótti ég fund í Iðnó um framtíðina og labbaði út á Austurvöll þar á eftir til að skynja mótmælin og hug hins almenna borgara. Enda þótt ég sitji á þingi, deili ég áhyggjum og kvíða með öllu því fólki, sem vill fá svör og viðbrögð gagnvart því sem við blasir. Að því leyti erum við öll á sama báti og það eykur á óvissuna að heyra og lesa látlaust neikvæðar fréttir og frásagnir af erfiðleikum og áföllum. Stjórnvöldum og alþingi til málsbóta og afsökunar má segja, að biðstaðan og óvissan hefur undanfarnar vikur stafað af þeim drætti sem orðið hefur á aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Áætlunin sem að baki því samstarfi felst hefur ekki mátt koma fram og gert ríkisstjórninni erfitt fyrir að taka af skarið. Nú er þeirri óvissubið vonandi lokið. Nú er hægt að leggja spilin á borðið. Icesave-málið var óhjákvæmilegt að leysa, enda hefði að öðrum kosti blasað við að Íslendingar einangruðust, lokað yrði á líflínur og lánalínur og þjóðin hyrfi aftur til lífskjara, sem líkja mætti við móðuharðindin. Við hefðum getað gleymt aðild að Evrópusambandinu og raunar öllum alþjóðlegum samskiptum. Flóknara var það dæmi ekki. Nú er lán frá IMF og öðrum í sjónmáli. Það er fyrsta skrefið. Næsta skref er að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evru. Sjálfstæðisflokkurinn hefur loksins opnað á þá leið og hefur flýtt landsfundi sínum til að taka þá ákvörðun. Ef það fer ekki eftir getur Sjálfstæðisflokkurinn átt sig. Þá dæmir hann sig úr leik. Raunar held ég að niðurstaða sjálfstæðismanna sé sjálfskrifuð. Þeir munu mæla með aðildarumsókn að ESB og einmitt með vísan til þeirrar forskriftar sem nú þegar liggur fyrir af þeirra hálfu, teldi ég vel samræmanlegt og eðlilegt að strax á morgun snúi íslensk stjórnvöld sér til Evrópusambandsins og hefji alvöruviðræður um þá skilmála og kosti sem í boði eru fyrir Ísland, ef og þegar til aðildar kemur. Það mun hjálpa Sjálfstæðisflokknum til að taka afstöðu og flýta sömuleiðis fyrir þeirri óhjákvæmilegu niðurstöðu að Íslendingar og Sjálfstæðisflokkurinn geti gert upp hug sinn. Viðræður við ESB strax nú fyrir áramótin munu flýta öllu ferlinu. Það flýtir enn fremur fyrir kosningum, bæði að því er varðar stjórnarskrárbreytingar sem aðild að ESB kallar á, svo og kosningum til nýs Alþingis, sem þannig sækir umboð og traust til þjóðarinnar um endurreisn íslensks samfélags. Ég held að allir séu sammála um að endurreisn samfélagins getur ekki átt sér stað nema þjóðinni sé gefinn kostur á að veita komandi stjórnvöldum umboð til að takast á við að reisa landið úr rústunum. Kosningar eru af þeim sökum sjálfgefnar á fyrri hluta næsta árs. Það kemur síðan af sjálfu sér að í kjölfarið á breyttri peningastefnu mun verða skipt um persónur og leikendur í lykilstöðum. Í raun og veru verður ekki aðeins kosið um valdastöður, heldur fyrst og fremst um það þjóðfélag sem við viljum að taki við. Þar hef ég þá trú og sannfæringu að hugsjónir jafnaðarmanna um velferð, opið og gegnsætt samfélag, samhug og félagsleg gildi muni verða kjósendum að leiðarljósi. Allt er þetta í farvatninu. Vonin og trúin á bjartari framtíð á að halda okkur við efnið. Stjórnmálamenn eiga að slíðra sverðin, fjölmiðlar eiga að sýna fram á jákvæða þróun og við þurfum að gefa þjóðinni, almenningi og okkur sjálfum, sem nú sitjum á þingi, kraft og áræði til að takast á við vandann. Við erum ekki á neinum vonarvöl. Við eigum mat og rafmagn, heitt vatn og húsaskjól. Og við eigum hvert annað. Blásum lífi í fólkið, blásum lífi í vonina og viðspyrnuna. Þetta verður eflaust erfiður vetur. En það kemur dagur eftir þennan dag. Það birtir upp um síðir. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar