United hélt hreinu í Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. apríl 2008 18:47 Cristiano Ronaldo var vitanlega svekktur með að misnota vítaspyrnuna í upphafi leiksins. Nordic Photos / AFP Ekkert mark var skorað í viðureign Barcelona og Manchester United í kvöld þó svo að heimamenn hafi verið mun meira með boltann og Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu. Þetta var fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en liðin mætast á Old Trafford á þriðjudaginn. Börsungar voru mun meira með boltann og stjórnuðu leiknum nánast frá upphafi til enda. Liðinu gekk þó illa að skapa sér almennileg færi enda varnarleikur United vel skipulagður. Það var helst í upphafi síðari hálfleiks að Samuel Eto'o komst næst því að skora fyrir Barcelona og skömmu síðar fékk Michael Carrick eitt besta færi United. Eiður Smári Guðjohnsen kom ekki við sögu í leiknum þó svo að Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, hafi aðeins notað tvær skiptingar í leiknum. United fékk óskabyrjun í leiknum er vítaspyrna var dæmd á Gabriel Milito fyrir að verja boltann með höndunum, strax á annarri mínútu. Cristiano Ronaldo átti þá skalla að marki en dómari leiksins var ekki í nokkrum vafa og dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Ronaldo misnotaði hins vegar spyrnuna og skaut hægra megin fram hjá markinu. Börsungar stýrðu leiknum í fyrri hálfleik en þó fékk liðið lítið af góðum marktækifærum. United-menn vörðust stíft en voru þó hættulegir í skyndisóknum. Ronaldo fékk á 30. mínútu gott færi er hann komst inn í klaufalega sendingu Andrés Iniesta. Milito náði þó að hægja á honum á síðustu stundu en Ronaldo fannst að brotið hafi verið á honum. Hann fékk þó ekki vítaspyrnu öðru sinni í leiknum. Það var lítið um opin færi í fyrri hálfleik og greinilegt að liðin gerðu allt til að forðast að fá á sig mark. Börsungar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og fékk Samuel Eto'o tvö góð færi með skömmu millibili. Í bæði skiptin komst hann einn gegn Van der Sar en í fyrra skiptið reyndi hann að gefa á félaga og í seinna skiptið skaut hann í hliðarnetið. Michael Carrick fékk svo frábært færi á 54. mínútu er hann komst í gott skotfæri en hann skaut í hliðarnetið. Barcelona var áfram með undirtökin í leiknum en gekk afar illa að finna sér leið í gegnum þétta vörn United. Bæði lið gerðu tilkall til vítaspyrnu en helst var að Ronaldo hafði nokkuð til síns máls eftir að Yaya Toure virtist brjóta á honum um miðbik síðari hálfleiks.Thierry Henry kom inn á sem varamaður og fékk fimmtán mínútur til að setja mark sitt á leikinn. En þó svo að hann hafi átt nokkra góða spretti og verið frískur tókst honum ekki að skora, frekar en öðrum leikmönnum liðsins. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira
Ekkert mark var skorað í viðureign Barcelona og Manchester United í kvöld þó svo að heimamenn hafi verið mun meira með boltann og Cristiano Ronaldo misnotaði vítaspyrnu. Þetta var fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu en liðin mætast á Old Trafford á þriðjudaginn. Börsungar voru mun meira með boltann og stjórnuðu leiknum nánast frá upphafi til enda. Liðinu gekk þó illa að skapa sér almennileg færi enda varnarleikur United vel skipulagður. Það var helst í upphafi síðari hálfleiks að Samuel Eto'o komst næst því að skora fyrir Barcelona og skömmu síðar fékk Michael Carrick eitt besta færi United. Eiður Smári Guðjohnsen kom ekki við sögu í leiknum þó svo að Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, hafi aðeins notað tvær skiptingar í leiknum. United fékk óskabyrjun í leiknum er vítaspyrna var dæmd á Gabriel Milito fyrir að verja boltann með höndunum, strax á annarri mínútu. Cristiano Ronaldo átti þá skalla að marki en dómari leiksins var ekki í nokkrum vafa og dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu. Ronaldo misnotaði hins vegar spyrnuna og skaut hægra megin fram hjá markinu. Börsungar stýrðu leiknum í fyrri hálfleik en þó fékk liðið lítið af góðum marktækifærum. United-menn vörðust stíft en voru þó hættulegir í skyndisóknum. Ronaldo fékk á 30. mínútu gott færi er hann komst inn í klaufalega sendingu Andrés Iniesta. Milito náði þó að hægja á honum á síðustu stundu en Ronaldo fannst að brotið hafi verið á honum. Hann fékk þó ekki vítaspyrnu öðru sinni í leiknum. Það var lítið um opin færi í fyrri hálfleik og greinilegt að liðin gerðu allt til að forðast að fá á sig mark. Börsungar byrjuðu síðari hálfleikinn af miklum krafti og fékk Samuel Eto'o tvö góð færi með skömmu millibili. Í bæði skiptin komst hann einn gegn Van der Sar en í fyrra skiptið reyndi hann að gefa á félaga og í seinna skiptið skaut hann í hliðarnetið. Michael Carrick fékk svo frábært færi á 54. mínútu er hann komst í gott skotfæri en hann skaut í hliðarnetið. Barcelona var áfram með undirtökin í leiknum en gekk afar illa að finna sér leið í gegnum þétta vörn United. Bæði lið gerðu tilkall til vítaspyrnu en helst var að Ronaldo hafði nokkuð til síns máls eftir að Yaya Toure virtist brjóta á honum um miðbik síðari hálfleiks.Thierry Henry kom inn á sem varamaður og fékk fimmtán mínútur til að setja mark sitt á leikinn. En þó svo að hann hafi átt nokkra góða spretti og verið frískur tókst honum ekki að skora, frekar en öðrum leikmönnum liðsins.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Fleiri fréttir Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Freyr sagði já við Brann Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sjá meira