Útilokar ekki að Versacold verði selt í heilu lagi í haust 4. september 2008 00:01 Goðafoss á fullri siglingu Stjórnendur Eimskipafélagsins vinna að því að því að bæta eiginfjárstöðuna með sölu eigna félagsins. Sindri Sindrason útilokar jafnvel ekki að Versacold, sem keypt var í fyrra, verði selt í heilu lagi, fáist gott tilboð. Stjórnarformaður Eimskips segir unnið að sölu eigna til að rétta við eiginfjárhlutfall félagsins. Hann útilokar ekki að Versacold Atlas verði selt í heilu lagi, fáist gott tilboð. Hugsanlegir kaupendur hafi þegar sýnt sig. „Þetta er í fullum undirbúningi og er raunar komið í gang. Áhugasamir aðilar hafa sýnt sig nú þegar," segir Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskipafélagsins, um sölu á tilteknum eignum félagsins. Fram kom í uppgjöri félagsins fyrir annan fjórðung ársins að eiginfjárstaðan væri ekki nógu góð. Hún væri 14,4 prósent, en í mörgum lánasamningum félagsins væri kveðið á um betri stöðu. Afskriftir á breska fyrirtækinu Innovate skýra að mestu leyti lækkun eiginfjárhlutfallsins. Sindri segir að ýmislegt sé skoðað til að bæta stöðuna, til að mynda að selja kanadíska félagið Vesracold Atlas, að hluta eða öllu leyti. „Við höfum verið að vinna að því að selja ákveðnar eignir, eða einhvern hluta starfseminnar," segir Sindri. „Þetta er stórt í veltunni og mikið af skuldum fyrirtækisins er tengt þessu," segir Sindri, en bætir því við að ásættanlegt verð verði að fást fyrir Versacold eigi það að fara í heild sinni. Þessum málum öllum ætti að vera lokið fyrir áramót. Hann bætir því við að Eimskipafélagið eigi einnig ýmsar eignir sem ekki séu bundnar kjarnastarfsemi félagsins og sama eigi við um þær. Hann vill hins vegar lítt tíunda hverjar þær eru. Hann tekur hins vegar fram að fjárfestingin í Versacold Atlas hafi verið góð, en það var um mitt síðasta ár sem Eimskip gerði tugmilljarða króna yfirtökutilboð í félagið um mitt síðasta ár. „Sá gjörningur hefur gengið mjög vel. Markaðirnir hafa ekki verið góðir, en engu að síður ætti ekkert að koma í veg fyrir að við getum gert góða sölu." Sindri segir að einnig hafi komið til tals að Eimskiptafélagið færi í hlutafjárútboð, „en markaðurinn virðist ekki ginnkeyptur fyrir því nú um stundir," segir Sindri. Eimskipafélagið situr uppi með 280 milljóna Bandaríkjadala ábyrgð vegna XL Leisure Group. Sindri segir að alltaf hafi staðið til að losna við hana. Ljóst sé að XL hafi átt í vandræðum með endurfjármögnun. „Við vitum að þeir hafa unnið að þessu og vonumst til þess í lengstu lög að það takist." Eftir því sem Markaðurinn kemst næst hefur ekki verið rætt um að afskrifa ábyrgðina, en það telji menn verstu hugsanlegu niðurstöðuna. ingimar@markadurinn.is Markaðir Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Stjórnarformaður Eimskips segir unnið að sölu eigna til að rétta við eiginfjárhlutfall félagsins. Hann útilokar ekki að Versacold Atlas verði selt í heilu lagi, fáist gott tilboð. Hugsanlegir kaupendur hafi þegar sýnt sig. „Þetta er í fullum undirbúningi og er raunar komið í gang. Áhugasamir aðilar hafa sýnt sig nú þegar," segir Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskipafélagsins, um sölu á tilteknum eignum félagsins. Fram kom í uppgjöri félagsins fyrir annan fjórðung ársins að eiginfjárstaðan væri ekki nógu góð. Hún væri 14,4 prósent, en í mörgum lánasamningum félagsins væri kveðið á um betri stöðu. Afskriftir á breska fyrirtækinu Innovate skýra að mestu leyti lækkun eiginfjárhlutfallsins. Sindri segir að ýmislegt sé skoðað til að bæta stöðuna, til að mynda að selja kanadíska félagið Vesracold Atlas, að hluta eða öllu leyti. „Við höfum verið að vinna að því að selja ákveðnar eignir, eða einhvern hluta starfseminnar," segir Sindri. „Þetta er stórt í veltunni og mikið af skuldum fyrirtækisins er tengt þessu," segir Sindri, en bætir því við að ásættanlegt verð verði að fást fyrir Versacold eigi það að fara í heild sinni. Þessum málum öllum ætti að vera lokið fyrir áramót. Hann bætir því við að Eimskipafélagið eigi einnig ýmsar eignir sem ekki séu bundnar kjarnastarfsemi félagsins og sama eigi við um þær. Hann vill hins vegar lítt tíunda hverjar þær eru. Hann tekur hins vegar fram að fjárfestingin í Versacold Atlas hafi verið góð, en það var um mitt síðasta ár sem Eimskip gerði tugmilljarða króna yfirtökutilboð í félagið um mitt síðasta ár. „Sá gjörningur hefur gengið mjög vel. Markaðirnir hafa ekki verið góðir, en engu að síður ætti ekkert að koma í veg fyrir að við getum gert góða sölu." Sindri segir að einnig hafi komið til tals að Eimskiptafélagið færi í hlutafjárútboð, „en markaðurinn virðist ekki ginnkeyptur fyrir því nú um stundir," segir Sindri. Eimskipafélagið situr uppi með 280 milljóna Bandaríkjadala ábyrgð vegna XL Leisure Group. Sindri segir að alltaf hafi staðið til að losna við hana. Ljóst sé að XL hafi átt í vandræðum með endurfjármögnun. „Við vitum að þeir hafa unnið að þessu og vonumst til þess í lengstu lög að það takist." Eftir því sem Markaðurinn kemst næst hefur ekki verið rætt um að afskrifa ábyrgðina, en það telji menn verstu hugsanlegu niðurstöðuna. ingimar@markadurinn.is
Markaðir Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira