Útilokar ekki að Versacold verði selt í heilu lagi í haust 4. september 2008 00:01 Goðafoss á fullri siglingu Stjórnendur Eimskipafélagsins vinna að því að því að bæta eiginfjárstöðuna með sölu eigna félagsins. Sindri Sindrason útilokar jafnvel ekki að Versacold, sem keypt var í fyrra, verði selt í heilu lagi, fáist gott tilboð. Stjórnarformaður Eimskips segir unnið að sölu eigna til að rétta við eiginfjárhlutfall félagsins. Hann útilokar ekki að Versacold Atlas verði selt í heilu lagi, fáist gott tilboð. Hugsanlegir kaupendur hafi þegar sýnt sig. „Þetta er í fullum undirbúningi og er raunar komið í gang. Áhugasamir aðilar hafa sýnt sig nú þegar," segir Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskipafélagsins, um sölu á tilteknum eignum félagsins. Fram kom í uppgjöri félagsins fyrir annan fjórðung ársins að eiginfjárstaðan væri ekki nógu góð. Hún væri 14,4 prósent, en í mörgum lánasamningum félagsins væri kveðið á um betri stöðu. Afskriftir á breska fyrirtækinu Innovate skýra að mestu leyti lækkun eiginfjárhlutfallsins. Sindri segir að ýmislegt sé skoðað til að bæta stöðuna, til að mynda að selja kanadíska félagið Vesracold Atlas, að hluta eða öllu leyti. „Við höfum verið að vinna að því að selja ákveðnar eignir, eða einhvern hluta starfseminnar," segir Sindri. „Þetta er stórt í veltunni og mikið af skuldum fyrirtækisins er tengt þessu," segir Sindri, en bætir því við að ásættanlegt verð verði að fást fyrir Versacold eigi það að fara í heild sinni. Þessum málum öllum ætti að vera lokið fyrir áramót. Hann bætir því við að Eimskipafélagið eigi einnig ýmsar eignir sem ekki séu bundnar kjarnastarfsemi félagsins og sama eigi við um þær. Hann vill hins vegar lítt tíunda hverjar þær eru. Hann tekur hins vegar fram að fjárfestingin í Versacold Atlas hafi verið góð, en það var um mitt síðasta ár sem Eimskip gerði tugmilljarða króna yfirtökutilboð í félagið um mitt síðasta ár. „Sá gjörningur hefur gengið mjög vel. Markaðirnir hafa ekki verið góðir, en engu að síður ætti ekkert að koma í veg fyrir að við getum gert góða sölu." Sindri segir að einnig hafi komið til tals að Eimskiptafélagið færi í hlutafjárútboð, „en markaðurinn virðist ekki ginnkeyptur fyrir því nú um stundir," segir Sindri. Eimskipafélagið situr uppi með 280 milljóna Bandaríkjadala ábyrgð vegna XL Leisure Group. Sindri segir að alltaf hafi staðið til að losna við hana. Ljóst sé að XL hafi átt í vandræðum með endurfjármögnun. „Við vitum að þeir hafa unnið að þessu og vonumst til þess í lengstu lög að það takist." Eftir því sem Markaðurinn kemst næst hefur ekki verið rætt um að afskrifa ábyrgðina, en það telji menn verstu hugsanlegu niðurstöðuna. ingimar@markadurinn.is Markaðir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stjórnarformaður Eimskips segir unnið að sölu eigna til að rétta við eiginfjárhlutfall félagsins. Hann útilokar ekki að Versacold Atlas verði selt í heilu lagi, fáist gott tilboð. Hugsanlegir kaupendur hafi þegar sýnt sig. „Þetta er í fullum undirbúningi og er raunar komið í gang. Áhugasamir aðilar hafa sýnt sig nú þegar," segir Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskipafélagsins, um sölu á tilteknum eignum félagsins. Fram kom í uppgjöri félagsins fyrir annan fjórðung ársins að eiginfjárstaðan væri ekki nógu góð. Hún væri 14,4 prósent, en í mörgum lánasamningum félagsins væri kveðið á um betri stöðu. Afskriftir á breska fyrirtækinu Innovate skýra að mestu leyti lækkun eiginfjárhlutfallsins. Sindri segir að ýmislegt sé skoðað til að bæta stöðuna, til að mynda að selja kanadíska félagið Vesracold Atlas, að hluta eða öllu leyti. „Við höfum verið að vinna að því að selja ákveðnar eignir, eða einhvern hluta starfseminnar," segir Sindri. „Þetta er stórt í veltunni og mikið af skuldum fyrirtækisins er tengt þessu," segir Sindri, en bætir því við að ásættanlegt verð verði að fást fyrir Versacold eigi það að fara í heild sinni. Þessum málum öllum ætti að vera lokið fyrir áramót. Hann bætir því við að Eimskipafélagið eigi einnig ýmsar eignir sem ekki séu bundnar kjarnastarfsemi félagsins og sama eigi við um þær. Hann vill hins vegar lítt tíunda hverjar þær eru. Hann tekur hins vegar fram að fjárfestingin í Versacold Atlas hafi verið góð, en það var um mitt síðasta ár sem Eimskip gerði tugmilljarða króna yfirtökutilboð í félagið um mitt síðasta ár. „Sá gjörningur hefur gengið mjög vel. Markaðirnir hafa ekki verið góðir, en engu að síður ætti ekkert að koma í veg fyrir að við getum gert góða sölu." Sindri segir að einnig hafi komið til tals að Eimskiptafélagið færi í hlutafjárútboð, „en markaðurinn virðist ekki ginnkeyptur fyrir því nú um stundir," segir Sindri. Eimskipafélagið situr uppi með 280 milljóna Bandaríkjadala ábyrgð vegna XL Leisure Group. Sindri segir að alltaf hafi staðið til að losna við hana. Ljóst sé að XL hafi átt í vandræðum með endurfjármögnun. „Við vitum að þeir hafa unnið að þessu og vonumst til þess í lengstu lög að það takist." Eftir því sem Markaðurinn kemst næst hefur ekki verið rætt um að afskrifa ábyrgðina, en það telji menn verstu hugsanlegu niðurstöðuna. ingimar@markadurinn.is
Markaðir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira