Útilokar ekki að Versacold verði selt í heilu lagi í haust 4. september 2008 00:01 Goðafoss á fullri siglingu Stjórnendur Eimskipafélagsins vinna að því að því að bæta eiginfjárstöðuna með sölu eigna félagsins. Sindri Sindrason útilokar jafnvel ekki að Versacold, sem keypt var í fyrra, verði selt í heilu lagi, fáist gott tilboð. Stjórnarformaður Eimskips segir unnið að sölu eigna til að rétta við eiginfjárhlutfall félagsins. Hann útilokar ekki að Versacold Atlas verði selt í heilu lagi, fáist gott tilboð. Hugsanlegir kaupendur hafi þegar sýnt sig. „Þetta er í fullum undirbúningi og er raunar komið í gang. Áhugasamir aðilar hafa sýnt sig nú þegar," segir Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskipafélagsins, um sölu á tilteknum eignum félagsins. Fram kom í uppgjöri félagsins fyrir annan fjórðung ársins að eiginfjárstaðan væri ekki nógu góð. Hún væri 14,4 prósent, en í mörgum lánasamningum félagsins væri kveðið á um betri stöðu. Afskriftir á breska fyrirtækinu Innovate skýra að mestu leyti lækkun eiginfjárhlutfallsins. Sindri segir að ýmislegt sé skoðað til að bæta stöðuna, til að mynda að selja kanadíska félagið Vesracold Atlas, að hluta eða öllu leyti. „Við höfum verið að vinna að því að selja ákveðnar eignir, eða einhvern hluta starfseminnar," segir Sindri. „Þetta er stórt í veltunni og mikið af skuldum fyrirtækisins er tengt þessu," segir Sindri, en bætir því við að ásættanlegt verð verði að fást fyrir Versacold eigi það að fara í heild sinni. Þessum málum öllum ætti að vera lokið fyrir áramót. Hann bætir því við að Eimskipafélagið eigi einnig ýmsar eignir sem ekki séu bundnar kjarnastarfsemi félagsins og sama eigi við um þær. Hann vill hins vegar lítt tíunda hverjar þær eru. Hann tekur hins vegar fram að fjárfestingin í Versacold Atlas hafi verið góð, en það var um mitt síðasta ár sem Eimskip gerði tugmilljarða króna yfirtökutilboð í félagið um mitt síðasta ár. „Sá gjörningur hefur gengið mjög vel. Markaðirnir hafa ekki verið góðir, en engu að síður ætti ekkert að koma í veg fyrir að við getum gert góða sölu." Sindri segir að einnig hafi komið til tals að Eimskiptafélagið færi í hlutafjárútboð, „en markaðurinn virðist ekki ginnkeyptur fyrir því nú um stundir," segir Sindri. Eimskipafélagið situr uppi með 280 milljóna Bandaríkjadala ábyrgð vegna XL Leisure Group. Sindri segir að alltaf hafi staðið til að losna við hana. Ljóst sé að XL hafi átt í vandræðum með endurfjármögnun. „Við vitum að þeir hafa unnið að þessu og vonumst til þess í lengstu lög að það takist." Eftir því sem Markaðurinn kemst næst hefur ekki verið rætt um að afskrifa ábyrgðina, en það telji menn verstu hugsanlegu niðurstöðuna. ingimar@markadurinn.is Markaðir Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Stjórnarformaður Eimskips segir unnið að sölu eigna til að rétta við eiginfjárhlutfall félagsins. Hann útilokar ekki að Versacold Atlas verði selt í heilu lagi, fáist gott tilboð. Hugsanlegir kaupendur hafi þegar sýnt sig. „Þetta er í fullum undirbúningi og er raunar komið í gang. Áhugasamir aðilar hafa sýnt sig nú þegar," segir Sindri Sindrason, stjórnarformaður Eimskipafélagsins, um sölu á tilteknum eignum félagsins. Fram kom í uppgjöri félagsins fyrir annan fjórðung ársins að eiginfjárstaðan væri ekki nógu góð. Hún væri 14,4 prósent, en í mörgum lánasamningum félagsins væri kveðið á um betri stöðu. Afskriftir á breska fyrirtækinu Innovate skýra að mestu leyti lækkun eiginfjárhlutfallsins. Sindri segir að ýmislegt sé skoðað til að bæta stöðuna, til að mynda að selja kanadíska félagið Vesracold Atlas, að hluta eða öllu leyti. „Við höfum verið að vinna að því að selja ákveðnar eignir, eða einhvern hluta starfseminnar," segir Sindri. „Þetta er stórt í veltunni og mikið af skuldum fyrirtækisins er tengt þessu," segir Sindri, en bætir því við að ásættanlegt verð verði að fást fyrir Versacold eigi það að fara í heild sinni. Þessum málum öllum ætti að vera lokið fyrir áramót. Hann bætir því við að Eimskipafélagið eigi einnig ýmsar eignir sem ekki séu bundnar kjarnastarfsemi félagsins og sama eigi við um þær. Hann vill hins vegar lítt tíunda hverjar þær eru. Hann tekur hins vegar fram að fjárfestingin í Versacold Atlas hafi verið góð, en það var um mitt síðasta ár sem Eimskip gerði tugmilljarða króna yfirtökutilboð í félagið um mitt síðasta ár. „Sá gjörningur hefur gengið mjög vel. Markaðirnir hafa ekki verið góðir, en engu að síður ætti ekkert að koma í veg fyrir að við getum gert góða sölu." Sindri segir að einnig hafi komið til tals að Eimskiptafélagið færi í hlutafjárútboð, „en markaðurinn virðist ekki ginnkeyptur fyrir því nú um stundir," segir Sindri. Eimskipafélagið situr uppi með 280 milljóna Bandaríkjadala ábyrgð vegna XL Leisure Group. Sindri segir að alltaf hafi staðið til að losna við hana. Ljóst sé að XL hafi átt í vandræðum með endurfjármögnun. „Við vitum að þeir hafa unnið að þessu og vonumst til þess í lengstu lög að það takist." Eftir því sem Markaðurinn kemst næst hefur ekki verið rætt um að afskrifa ábyrgðina, en það telji menn verstu hugsanlegu niðurstöðuna. ingimar@markadurinn.is
Markaðir Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira