Vandræði í boði ríkisstjórnarinnar Guðni Ágústsson skrifar 24. júlí 2008 00:00 Einar K. Guðfinnsson, ráðherra skrifar hér í Fréttablaðið í gær eina af þessum skondnu greinum sem einkennir málflutning sjálfstæðismanna um þessar mundir. Grein sem á að breiða yfir vandræðaganginn sem fylgir ríkisstjórninni en hún hefur engin tök á efnahagsstjórninni. Á sama tíma koma ábyrgu tvíburarnir í Sjálfstæðisflokknum enn og aftur fram í opnuviðtali í Markaðnum, þeir Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson. Þessir ungu þingmenn rassskella Sjálfstæðisflokkinn fram og tilbaka fyrir dáðleysi í hagstjórninni. Þetta gerðu þeir í Morgunblaðinu upp úr áramótum þegar þeir reyndu að vekja ríkisstjórnina. Þeir benda á margt ágætt, tala í lausnum og á svipuðum nótum og við framsóknarmenn höfum gert í heilt ár. Hér er óðaverðbólga á ný, gengi krónunnar er fallið um 40% frá áramótum. Skuldir íslenskra heimila hafa vaxið um eitthundrað milljarða frá áramótum. Hér stýrir Seðlabanki í nafni ríkisstjórnarinnar hæstu stýrivöxtum í heimi til að halda í jöklabréfatröllin sem eru erlendir og víðfrægir braskarar sem heimta vexti og engar refjar á peninga sína. Stýrivextirnir áttu að auki að halda verðbólgunni niðri sem mælist nú í 30% í júlí og 15% á árinu, stýrivextirnir áttu að halda genginu uppi, það er kolfallið. Lífskjör almennings eru að rýrna undir handarjaðri þessarar ríkisstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn situr með hendur í skauti og aðhefst ekkert. Samfylkingin stingur hausnum í sandinn og vonar að enginn sjái sig eða muni eftir sér þegar efnahagsvandræðin eru á dagskrá. Steingrímur Hermannsson er hjarta okkar framsóknarmanna nærri og gott að Einar nefnir nafn hans. Hann þyrfti ekki einn hagfræðing í viðbót við þessar aðstæður, gamli „big red" hefði brett upp ermarnar og tekist á við vandann og skapað þjóðarsátt um varnaraðgerðir. Það sem ég sagði á Bylgjunni í fyrradag um Tryggva Þór Herbertsson nýjan ráðgjafa ríkisstjórnarinnar var þetta: Það þarf ekki einn svona mann í viðbót, það eru 40 hagfræðingar í Seðlabankanum sem heyra undir forsætisráðherra og að auki eru í forsætis-, fjármála-, og viðskiptaráðuneytum mikið af sérfræðingum. Nú þarf alþýðumanninn eða barnið til að segja keisaranum eða forsætisráðherranum að hann sé nakinn og ráðalaus, hann eigi fyrst og fremst að höggva á hnútinn, málin eru oft einfaldari en sérfræðingar vilja vera láta. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðni Ágústsson Mest lesið 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson, ráðherra skrifar hér í Fréttablaðið í gær eina af þessum skondnu greinum sem einkennir málflutning sjálfstæðismanna um þessar mundir. Grein sem á að breiða yfir vandræðaganginn sem fylgir ríkisstjórninni en hún hefur engin tök á efnahagsstjórninni. Á sama tíma koma ábyrgu tvíburarnir í Sjálfstæðisflokknum enn og aftur fram í opnuviðtali í Markaðnum, þeir Illugi Gunnarsson og Bjarni Benediktsson. Þessir ungu þingmenn rassskella Sjálfstæðisflokkinn fram og tilbaka fyrir dáðleysi í hagstjórninni. Þetta gerðu þeir í Morgunblaðinu upp úr áramótum þegar þeir reyndu að vekja ríkisstjórnina. Þeir benda á margt ágætt, tala í lausnum og á svipuðum nótum og við framsóknarmenn höfum gert í heilt ár. Hér er óðaverðbólga á ný, gengi krónunnar er fallið um 40% frá áramótum. Skuldir íslenskra heimila hafa vaxið um eitthundrað milljarða frá áramótum. Hér stýrir Seðlabanki í nafni ríkisstjórnarinnar hæstu stýrivöxtum í heimi til að halda í jöklabréfatröllin sem eru erlendir og víðfrægir braskarar sem heimta vexti og engar refjar á peninga sína. Stýrivextirnir áttu að auki að halda verðbólgunni niðri sem mælist nú í 30% í júlí og 15% á árinu, stýrivextirnir áttu að halda genginu uppi, það er kolfallið. Lífskjör almennings eru að rýrna undir handarjaðri þessarar ríkisstjórnar. Sjálfstæðisflokkurinn situr með hendur í skauti og aðhefst ekkert. Samfylkingin stingur hausnum í sandinn og vonar að enginn sjái sig eða muni eftir sér þegar efnahagsvandræðin eru á dagskrá. Steingrímur Hermannsson er hjarta okkar framsóknarmanna nærri og gott að Einar nefnir nafn hans. Hann þyrfti ekki einn hagfræðing í viðbót við þessar aðstæður, gamli „big red" hefði brett upp ermarnar og tekist á við vandann og skapað þjóðarsátt um varnaraðgerðir. Það sem ég sagði á Bylgjunni í fyrradag um Tryggva Þór Herbertsson nýjan ráðgjafa ríkisstjórnarinnar var þetta: Það þarf ekki einn svona mann í viðbót, það eru 40 hagfræðingar í Seðlabankanum sem heyra undir forsætisráðherra og að auki eru í forsætis-, fjármála-, og viðskiptaráðuneytum mikið af sérfræðingum. Nú þarf alþýðumanninn eða barnið til að segja keisaranum eða forsætisráðherranum að hann sé nakinn og ráðalaus, hann eigi fyrst og fremst að höggva á hnútinn, málin eru oft einfaldari en sérfræðingar vilja vera láta. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir Skoðun