Abbas reynir að styrkja sig í sessi Óli tynes skrifar 3. maí 2008 17:22 Mahmoud Abbas stjórnar frekar litlu. Í júní á síðasta ári ráku Hamas samtökin hann með allt sitt lið frá Gaza ströndinni, eftir harða bardaga. Og á Vesturbakkanum ráða hin ýmsu samtök vígamanna því sem þau vilja. Abbas forseti ætlar að byrja á því að reyna að ná þar undir sig stærstu borgunum. En eins og venjulega eru Ísraelar ekki mjög hjálpsamir. Það var svosem allt í lukunnar velstandi þegar liðsauki öryggissveita forsetans héldu innreið sína í Jenin í dag. Þúsundir fánaveifandi íbúa tóku á móti þeim. En þetta felur nöturlegan veruleika. Það er sótt að Mahmoud Abbas úr öllum áttum. Bæði af hans eigin landsmönnum og Ísraelum. Hans eigin menn bera á hann vopn og kverkatak Ísraela þýðir að efnahagurinn er í rúst. Abbas á allt sitt undir erlendri efnahagsaðstoð. Forsetinn reynir nú að taka til í eigin ranni með því að ná stjórn á borgum og bæjum á Vesturbakkanum, sem hafa eiginlega lifað sínu eigin lífi. Hann byrjaði á borginni Nablus fyrir nokkrum mánuðum, með því að senda þangað nýþjálfaðar öryggissveitir. Og nú er röðin komin að Jenin. Það gerir forsetanum erfitt fyrir að þrátt fyrir liðsaukann í Nablus halda Ísraelar áfram að ráðast þangað inn í leit að vígamönnum. Palestínumenn segja að þetta grafi undan valdi heimastjórnarinnar. Ísraelar halda því fram að öryggissveitirnar standi oft með vígamönnunum í stað þess að bjóða þeim byrginn. Mahmoud Abbas á því enn langt í land. Erlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Mahmoud Abbas stjórnar frekar litlu. Í júní á síðasta ári ráku Hamas samtökin hann með allt sitt lið frá Gaza ströndinni, eftir harða bardaga. Og á Vesturbakkanum ráða hin ýmsu samtök vígamanna því sem þau vilja. Abbas forseti ætlar að byrja á því að reyna að ná þar undir sig stærstu borgunum. En eins og venjulega eru Ísraelar ekki mjög hjálpsamir. Það var svosem allt í lukunnar velstandi þegar liðsauki öryggissveita forsetans héldu innreið sína í Jenin í dag. Þúsundir fánaveifandi íbúa tóku á móti þeim. En þetta felur nöturlegan veruleika. Það er sótt að Mahmoud Abbas úr öllum áttum. Bæði af hans eigin landsmönnum og Ísraelum. Hans eigin menn bera á hann vopn og kverkatak Ísraela þýðir að efnahagurinn er í rúst. Abbas á allt sitt undir erlendri efnahagsaðstoð. Forsetinn reynir nú að taka til í eigin ranni með því að ná stjórn á borgum og bæjum á Vesturbakkanum, sem hafa eiginlega lifað sínu eigin lífi. Hann byrjaði á borginni Nablus fyrir nokkrum mánuðum, með því að senda þangað nýþjálfaðar öryggissveitir. Og nú er röðin komin að Jenin. Það gerir forsetanum erfitt fyrir að þrátt fyrir liðsaukann í Nablus halda Ísraelar áfram að ráðast þangað inn í leit að vígamönnum. Palestínumenn segja að þetta grafi undan valdi heimastjórnarinnar. Ísraelar halda því fram að öryggissveitirnar standi oft með vígamönnunum í stað þess að bjóða þeim byrginn. Mahmoud Abbas á því enn langt í land.
Erlent Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira