Öldungurinn kippti „unglingnum“ úr efsta sæti 12. mars 2008 00:01 Warren Buffett, nú ríkasti maður heims, hefur þekkt Bill Gates, nú þriðja ríkasta mann heims, í áraraðir en þeir hafa spilað saman bridds endrum og eins í gegnum árin.Markaðurinn/AFP Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett var í síðustu viku krýndu auðugasti maður heims, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Þetta er nokkur nýlunda enda hefur milljarðamæringurinn Bill Gates, annar stofnenda og stjórnarformaður bandaríska tölvurisans Microsoft, vermt sætið síðastliðin þrettán ár á meðan Buffett og mexíkóski auðmaðurinn Carlos Slim Helú hafa skipst á öðru og þriðja sæti upp á síðkastið. Eignir Gates liggja að mestu í hlutabréfum í Microsoft. Gengi þeirra hefur fallið um fimmtán prósent eftir að fyrirtækið lagði fram tilboð í netleitarrisann Yahoo og skýrir það sætaskiptin að mestu. Auður Buffetts og Slims Helú hefur á sama tíma vaxið hratt. Mexíkóinn fjárfestir grimmt í fjarskiptafyrirtækjum í Mið- og Suður-Ameríku en öldungurinn Buffett í trygginga- og fjármálaþjónustufyrirtækjum. Auður Buffetts er að mestu festur í fjárfestingarfélaginu Berkshire Hathaway, sem vex að því er virðist endalaust.Jón ásgeir og krakkinn á facebookListi Forbes nær einungis yfir þá sem skráðir eru fyrir einum milljarði Bandaríkjadala eða meira. Það jafngildir 68,6 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dals á móti krónu á mánudag. Af skiljanlegum ástæðum ná afar fáir Íslendingar inn á hann en nokkrir standa í dyragættinni.Feðgarnir Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson, ríkustu menn landsins, ná inn á hann þrátt fyrir að nokkrar af stærstu skráðu eignum þeirra hafi lækkað í verði. Björgólfur Thor situr í 307. sæti listans en faðir hans í 1.014 sæti. Athygli vekur að Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, er ekki á lista Forbes þótt áætlaðar eignir hans nemi um 100 milljörðum króna hið minnsta. Séu eignir hans lagðar saman við eigur eiginkonu hans, Ingibjargar Pálmadóttur, liggja þær sennilega í kringum 140 milljarðana í íslenskum krónum talið. Það jafngildir tæpum tveimur milljörðum Bandaríkjadala. Sé einungis tekið tillit til þeirra eigna sem skráðar eru á Jón Ásgeir einan ætti hann að lenda í sæti með sjö hundruð auðugust einstaklingum í heimi. Í þeim hópi er Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri samfélagsvefsins Facebook. Hann er 23 ára tvíburi, verður 24 ára í maí, og yngsti milljarðamæringurinn á lista Forbes. Eignir hans eru sagðar nema 100 milljörðum íslenskra króna. Á móti er Jón Ásgeir nýorðinn fertugur – á afmæli 27. janúar og því vatnsberi.Nær konulausir í eldri kantinumÞriðjungur hundrað auðugustu einstaklinga í heimi á lista Forbes (32) eru Bandaríkjamenn. Á eftir koma nítján Rússar, tíu Indverjar, sex Þjóðverjar og fimm Frakkar. Tuttugu og átta milljarðarmæringar koma frá sautján öðrum löndum um allan heim. Ekkert þeirra er þó í Afríku.Meðalaldur tíu ríkustu manna heims er 65,5 ár. Auðugasti maður listans er því talsvert yfir meðaltalinu. Buffett er 77 ára – fagnar 78 ára afmælinu í enda ágúst. Hann á hins vegar langt í aldursforsetann á lista Forbes, bandaríska kartöflukónginn John Simplot, sem varð 99 ára í byrjun janúar. Sá yngsti er sem fyrr stofnandi Facebook. Gúrúbræðurnir Sergey Brin, 35 ára, og Larry Page, 34 ára, stofnendur netleitarrisans Google, eru hins vegar yngstu auðkýfingarnir á topp 100. Þeir verma sæti 32 og 33. Brin er skráður fyrir 100 milljónum dala meira en starfsbróðir hans.Engar konur eru í hópi tíu efnamestu einstaklinga í heimi á lista Forbes. Ekki er þær aðsópsmiklar þegar neðar dregur á listann. Sú sem trónir efst á lista kvenna er hin franska Liliane Bettencourt, dóttir Eugenes Schüller, stofnanda snyrtivörurisans L’Oreal. Auður hennar nemur 22,9 milljörðum Bandaríkjadala og vermir hún sautjánda sætið. Næstar á eftir henni koma dætur, afkomendur og nánustu ættingjar Sam Waltons, stofnanda Wal-Mart, stærstu verslanakeðju í heimi.Ef frá er skilin ekkja námakóngsins Andronico Luksic frá Chile – aldur hennar er hvergi gefinn upp – eru 71,2 ár meðalaldur þeirra átta kvenna sem ná inn á lista yfir 100 auðugustu einstaklinga í heimi. Þrjár þeirra eru á níræðisaldri en fyrrnefndir afkomendur Waltons eru beggja vegna fimmtugs.karlar byggja upp – konur erfaAthyglisvert er að allar konurnar í hundrað efstu sætunum yfir auðkýfinga heimsins sem flagga meira en einum milljarði dala erfðu eignir sínar ýmist eftir látna eiginmenn eða feður. Því er öfugt farið með karlana í tuttugu efstu sætum listans. Fjórtán karlar – sem flestir eru komnir yfir meðalaldur (rúm 65 ár) – byggðu auð sinn í sveita síns andlits á meðan fimm fengu hann að erfðum. Eftir því sem neðar dregur á listann eykst hlutur erfingjanna. Flestir eru erfingjarnir af bandarískum, virtum evrópskum ættum eða frá Indlandi þótt önnur þjóðarbrot slæðist inn á milli.Rússarnir eru athyglisverðir í þessu samhengi. Svo virðist sem meirihluti þeirra hafi nýtt sér einkavæðingu og óróleika í Rússlandi um miðjan tíunda áratug síðustu aldar enda hafa þeir byggt upp auðinn í kringum gömul rússnesk ríkisfyrirtæki. Flest hver eru þau í olíu- og gasgeiranum og milljarðamæringarnir oft nefndir ólígarkar. Þessir nítján auðkýfingar frá Rússlandi sem sitja á lista yfir hundrað ríkustu einstaklinga í heimi eru talsvert yngri en kollegar þeirra af öðru þjóðerni hjá Forbes. Meðalaldur þeirra er 47,3 ár. Þeir elstu eru 59 ára en sá yngsti fertugur.Sá yngsti er jafnframt sá ríkasti. Það er Oleg Deripaska, sem á meirihluta í alþjóðlega álrisanum UC Rusal, stærsta álfyrirtæki heims. Eignir hans eru metnar á 28 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 1.920 milljarða íslenskra króna. Deripaska er annar tveggja hástökkvara á topp tíu lista Forbes. Hann sat í 40. sæti listans fyrir ári en tvöfaldaði auð sinn á tímabilinu með sameiningu þriggja álfyrirtækja.Á hæla hans í fimmtánda sæti er Roman Abramovich, eigandi breska knattspyrnuliðsins Chelsea. Auður Abramovich jókst talsvert á milli ára og fer hann upp um eitt sæti á, var í sextánda sæti á síðasta ári. Hann var metinn á 18,7 milljarða dala á listanum í fyrra en eignirnar standa nú í 23,5 milljörðum, jafnvirði 1.594 milljarða íslenskra króna, samkvæmt nýjustu útreikningum Forbes. Abramovich er jafnframt næstyngstur í hópi Rússanna, 41 árs. Fréttaskýringar Undir smásjánni Tengdar fréttir Mynd af milljarðamæringi Warren Buffett fæddist í borginni Omaha í Nebraskaríki 30. ágúst árið 1930 og hefur alið allan sinn aldur í heimabænum. Buffett verður þessu samkvæmt 78 ára á þessu ári. Eins og fram kemur annars staðar á síðunni er hann síður en svo í eldri kantinum í hópi ríkustu manna heims. 12. mars 2008 00:01 Sviptingar í hópi ríkustu Íslendinga Í úttekt Sirkus, fylgiblaðs Fréttablaðsins, í maí í fyrra voru feðgarnir Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson í tveimur efstu sætunum en Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, í þriðja sæti. 12. mars 2008 00:01 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríski auðkýfingurinn Warren Buffett var í síðustu viku krýndu auðugasti maður heims, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptatímaritsins Forbes. Þetta er nokkur nýlunda enda hefur milljarðamæringurinn Bill Gates, annar stofnenda og stjórnarformaður bandaríska tölvurisans Microsoft, vermt sætið síðastliðin þrettán ár á meðan Buffett og mexíkóski auðmaðurinn Carlos Slim Helú hafa skipst á öðru og þriðja sæti upp á síðkastið. Eignir Gates liggja að mestu í hlutabréfum í Microsoft. Gengi þeirra hefur fallið um fimmtán prósent eftir að fyrirtækið lagði fram tilboð í netleitarrisann Yahoo og skýrir það sætaskiptin að mestu. Auður Buffetts og Slims Helú hefur á sama tíma vaxið hratt. Mexíkóinn fjárfestir grimmt í fjarskiptafyrirtækjum í Mið- og Suður-Ameríku en öldungurinn Buffett í trygginga- og fjármálaþjónustufyrirtækjum. Auður Buffetts er að mestu festur í fjárfestingarfélaginu Berkshire Hathaway, sem vex að því er virðist endalaust.Jón ásgeir og krakkinn á facebookListi Forbes nær einungis yfir þá sem skráðir eru fyrir einum milljarði Bandaríkjadala eða meira. Það jafngildir 68,6 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dals á móti krónu á mánudag. Af skiljanlegum ástæðum ná afar fáir Íslendingar inn á hann en nokkrir standa í dyragættinni.Feðgarnir Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson, ríkustu menn landsins, ná inn á hann þrátt fyrir að nokkrar af stærstu skráðu eignum þeirra hafi lækkað í verði. Björgólfur Thor situr í 307. sæti listans en faðir hans í 1.014 sæti. Athygli vekur að Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs Group, er ekki á lista Forbes þótt áætlaðar eignir hans nemi um 100 milljörðum króna hið minnsta. Séu eignir hans lagðar saman við eigur eiginkonu hans, Ingibjargar Pálmadóttur, liggja þær sennilega í kringum 140 milljarðana í íslenskum krónum talið. Það jafngildir tæpum tveimur milljörðum Bandaríkjadala. Sé einungis tekið tillit til þeirra eigna sem skráðar eru á Jón Ásgeir einan ætti hann að lenda í sæti með sjö hundruð auðugust einstaklingum í heimi. Í þeim hópi er Mark Zuckerberg, stofnandi og forstjóri samfélagsvefsins Facebook. Hann er 23 ára tvíburi, verður 24 ára í maí, og yngsti milljarðamæringurinn á lista Forbes. Eignir hans eru sagðar nema 100 milljörðum íslenskra króna. Á móti er Jón Ásgeir nýorðinn fertugur – á afmæli 27. janúar og því vatnsberi.Nær konulausir í eldri kantinumÞriðjungur hundrað auðugustu einstaklinga í heimi á lista Forbes (32) eru Bandaríkjamenn. Á eftir koma nítján Rússar, tíu Indverjar, sex Þjóðverjar og fimm Frakkar. Tuttugu og átta milljarðarmæringar koma frá sautján öðrum löndum um allan heim. Ekkert þeirra er þó í Afríku.Meðalaldur tíu ríkustu manna heims er 65,5 ár. Auðugasti maður listans er því talsvert yfir meðaltalinu. Buffett er 77 ára – fagnar 78 ára afmælinu í enda ágúst. Hann á hins vegar langt í aldursforsetann á lista Forbes, bandaríska kartöflukónginn John Simplot, sem varð 99 ára í byrjun janúar. Sá yngsti er sem fyrr stofnandi Facebook. Gúrúbræðurnir Sergey Brin, 35 ára, og Larry Page, 34 ára, stofnendur netleitarrisans Google, eru hins vegar yngstu auðkýfingarnir á topp 100. Þeir verma sæti 32 og 33. Brin er skráður fyrir 100 milljónum dala meira en starfsbróðir hans.Engar konur eru í hópi tíu efnamestu einstaklinga í heimi á lista Forbes. Ekki er þær aðsópsmiklar þegar neðar dregur á listann. Sú sem trónir efst á lista kvenna er hin franska Liliane Bettencourt, dóttir Eugenes Schüller, stofnanda snyrtivörurisans L’Oreal. Auður hennar nemur 22,9 milljörðum Bandaríkjadala og vermir hún sautjánda sætið. Næstar á eftir henni koma dætur, afkomendur og nánustu ættingjar Sam Waltons, stofnanda Wal-Mart, stærstu verslanakeðju í heimi.Ef frá er skilin ekkja námakóngsins Andronico Luksic frá Chile – aldur hennar er hvergi gefinn upp – eru 71,2 ár meðalaldur þeirra átta kvenna sem ná inn á lista yfir 100 auðugustu einstaklinga í heimi. Þrjár þeirra eru á níræðisaldri en fyrrnefndir afkomendur Waltons eru beggja vegna fimmtugs.karlar byggja upp – konur erfaAthyglisvert er að allar konurnar í hundrað efstu sætunum yfir auðkýfinga heimsins sem flagga meira en einum milljarði dala erfðu eignir sínar ýmist eftir látna eiginmenn eða feður. Því er öfugt farið með karlana í tuttugu efstu sætum listans. Fjórtán karlar – sem flestir eru komnir yfir meðalaldur (rúm 65 ár) – byggðu auð sinn í sveita síns andlits á meðan fimm fengu hann að erfðum. Eftir því sem neðar dregur á listann eykst hlutur erfingjanna. Flestir eru erfingjarnir af bandarískum, virtum evrópskum ættum eða frá Indlandi þótt önnur þjóðarbrot slæðist inn á milli.Rússarnir eru athyglisverðir í þessu samhengi. Svo virðist sem meirihluti þeirra hafi nýtt sér einkavæðingu og óróleika í Rússlandi um miðjan tíunda áratug síðustu aldar enda hafa þeir byggt upp auðinn í kringum gömul rússnesk ríkisfyrirtæki. Flest hver eru þau í olíu- og gasgeiranum og milljarðamæringarnir oft nefndir ólígarkar. Þessir nítján auðkýfingar frá Rússlandi sem sitja á lista yfir hundrað ríkustu einstaklinga í heimi eru talsvert yngri en kollegar þeirra af öðru þjóðerni hjá Forbes. Meðalaldur þeirra er 47,3 ár. Þeir elstu eru 59 ára en sá yngsti fertugur.Sá yngsti er jafnframt sá ríkasti. Það er Oleg Deripaska, sem á meirihluta í alþjóðlega álrisanum UC Rusal, stærsta álfyrirtæki heims. Eignir hans eru metnar á 28 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 1.920 milljarða íslenskra króna. Deripaska er annar tveggja hástökkvara á topp tíu lista Forbes. Hann sat í 40. sæti listans fyrir ári en tvöfaldaði auð sinn á tímabilinu með sameiningu þriggja álfyrirtækja.Á hæla hans í fimmtánda sæti er Roman Abramovich, eigandi breska knattspyrnuliðsins Chelsea. Auður Abramovich jókst talsvert á milli ára og fer hann upp um eitt sæti á, var í sextánda sæti á síðasta ári. Hann var metinn á 18,7 milljarða dala á listanum í fyrra en eignirnar standa nú í 23,5 milljörðum, jafnvirði 1.594 milljarða íslenskra króna, samkvæmt nýjustu útreikningum Forbes. Abramovich er jafnframt næstyngstur í hópi Rússanna, 41 árs.
Fréttaskýringar Undir smásjánni Tengdar fréttir Mynd af milljarðamæringi Warren Buffett fæddist í borginni Omaha í Nebraskaríki 30. ágúst árið 1930 og hefur alið allan sinn aldur í heimabænum. Buffett verður þessu samkvæmt 78 ára á þessu ári. Eins og fram kemur annars staðar á síðunni er hann síður en svo í eldri kantinum í hópi ríkustu manna heims. 12. mars 2008 00:01 Sviptingar í hópi ríkustu Íslendinga Í úttekt Sirkus, fylgiblaðs Fréttablaðsins, í maí í fyrra voru feðgarnir Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson í tveimur efstu sætunum en Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, í þriðja sæti. 12. mars 2008 00:01 Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Mynd af milljarðamæringi Warren Buffett fæddist í borginni Omaha í Nebraskaríki 30. ágúst árið 1930 og hefur alið allan sinn aldur í heimabænum. Buffett verður þessu samkvæmt 78 ára á þessu ári. Eins og fram kemur annars staðar á síðunni er hann síður en svo í eldri kantinum í hópi ríkustu manna heims. 12. mars 2008 00:01
Sviptingar í hópi ríkustu Íslendinga Í úttekt Sirkus, fylgiblaðs Fréttablaðsins, í maí í fyrra voru feðgarnir Björgólfur Thor og Björgólfur Guðmundsson í tveimur efstu sætunum en Jón Ásgeir Jóhannesson, starfandi stjórnarformaður Baugs, í þriðja sæti. 12. mars 2008 00:01