Erlent

Toyota tekur sénsinn

Óli Tynes skrifar
A-BAT frá Toyota.
A-BAT frá Toyota.

Eftir að hafa í mörg ár byggt stærri og stærri pallbíla fyrir Bandaríkjamarkað hefur Toyota nú snúið við  blaðinu og er að kynna smábíl með palli.

Hann kallast A-BAT og gengur bæði fyrir rafmagni og bensíni. Og það eru meira að segja sólarrafhlöður ofan á mælaborðinu.

Útlitið er óneitanlega sérstætt og það er dálítið herbílasnið á þessu farartæki. Fyrirmyndin er enda sögð sótt í herbíla NATO.

Ameríkanar elska stóru pallbílana sína og gegnum árin hefur Toyota oft fengið að heyra að pallbílarnir þeirra séu svosem í lagi, en að þeir séu ekki nógu stórir og ekki með nógu stóran mótor.

En nú hefur bensínverðið hækkað og Bandaríkjamenn loks farnir að hugsa um umhverfið. Toyota treystir á að það dugi til þess að koma A-BAT á götuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×