Erlent

Benazir Bhutto myrt í sprengjuárás í Pakistan

Óli Tynes skrifar
Benazir Bhutto er bæði elskuð og hötuð í Pakistan.
Benazir Bhutto er bæði elskuð og hötuð í Pakistan.

Að minnsta kosti 15 manns létu lífið og fjölmargir særðust í sprengjutilræði á kosningafundi sem Benazir Bhutto hélt í Pakistan í dag. Hún var sjálf meðal þeirra sem fórust.

Fundurinn var í Rawalpindi. Þetta er sagt hafa verið sjálfsmorðssprengjuárás.

Þetta er önnur mannskæða sprengjuárásin sem gerð er á Benazir Bhutto. Þegar hún kom til landsins úr útlegð, fyrir jól, féllu 136 manns í sjálfsmorðssprengjuárás sem gerð var á bílalest hennar.

Þá var í dag skotið á fylgismenn Nawas Sharifs, fyrrverandi forsætisráðherra. Hann er einnig í framboði í kosningunum sem fram fara í næsta mánuði.

Fjórir stuðningsmanna Sharifs féllu í skothríð þegar þeir reyndu að hengja upp borða honum til stuðnings. Ekki er langt síðan síðast var reynt að myrða Pervez Musharraf, forseta Pakistans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×