Erlent

Litla stúlkan með hnífinn

Óli Tynes skrifar
Þau eru vandmeðferðin nestisboxin í henni Ameríku.
Þau eru vandmeðferðin nestisboxin í henni Ameríku.

Tíu ára telpa var handtekin í Flórída í Bandaríkjunum fyrir að taka með sér hníf í skólann til þess að skera nestið sitt. Telpan hafði fengið steikarbita í nestisboxið og tók lítinn steikarhníf til þess að skera hann.

Kevin Christian, talsmaður skólans í Ocala sagði að telpan hefði ekki notað hnífinn á neinn óviðeigandi hátt. Hún hefði ekki ógnað neinum eða veifað hnífnum. Hún hefði aðeins notað hann til þess að skera matinn.

Reglur skólans væru hinsvegar alveg skýrar. Því hefði hnífurinn verið tekinn af henni og hringt í lögregluna sem handtók hana. Farið var með telpuna í unglingafangelsi þar sem hún var kærð fyrir ólöglegan vopnaburð. Sú kæra fer í sakaskrá hennar. Auk þess var henni vikið úr skóla í 10 daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×