Sport

Björgvin í 57. sæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Björgvin Björgvinsson skíðakappi.
Björgvin Björgvinsson skíðakappi. Mynd/Guðmundur Jakobsson
Björgvin Björgvinsson varð í 57. sæti af þeim 60 keppendum sem komu í mark í fyrri umferð í heimsbikarmóti í svigi í Alta Badia á Ítalíu í dag.

Björgvin kom í mark á 51,24 sekúndum og var 3,77 sekúndum á eftir efsta manni, Frakkanum Jean-Baptiste Grange.

30 efstu keppendurnir fengu að taka þátt í síðari umferðinni en Björgvin var 1,69 sekúndum frá þeim sem lenti í 30. sæti. Björgvin var með rásnúmer 66 af alls 75 keppendum.

Grange hélt forystunni eftir í síðari ferðinni og var rúmri hálfri sekúndu á undan næsta manni, Felix Neureuther frá Þýskalandi. Bandaríkjamaðurinn Ted Ligety var þriðji en hann var tæplega einni og hálfri sekúndu á eftir Grange.

Besti árangur Norðurlandabúa í dag var sjötta sætið hjá Finnanum Kalle Palander.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×