Erlent

Norðmenn ætla að smíða göng fyrir skip

Óli Tynes skrifar
Skip í stórsjóð.
Skip í stórsjóð.

Norðmenn hyggjast byggja göng fyrir skip í gegnum nes á suðvesturströnd landsins. Í grennd við Stad er hreinasta veðravíti að vetrarlagi. Þar verður mikið rok, ölduhæð er mikil og straumar sterkir. Algengt er að skip bíði af sér veður frekar en að sigla fyrir nesið.

Skipagöngin verða tæplega tveggja kílómetra löng og við hönnun þeirra er gert ráð fyrir að skip haldi áfram að stækka. Kostnaðurinn er áætlaður um tuttugu milljarðar íslenskra króna og byggingartíminn fimm ár.

Það er ekki ný hugmynd að gera göng á þessum stað tillaga um það var fyrst lögð fram um 1870. Þá var reyndar talað um skipaskurð en ekki göng.

Nú segjast norðmenn hinsvegar geta reiknað út hvað það kosti að láta skip bíða af sér veður. Þeir útreikningar sýni að göngin verði arðbær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×