Erlent

Reynt að mynda bráðabirgðastjórn í Belgíu

Guy Verhofstadt.
Guy Verhofstadt.

Albert Belgíukonungur hefur beðið Guy Verhofstadt um að mynda bráðabirgðastjórn til þess að binda enda á stjórnarkreppu sem verið hefur í landinu síðan þingkosningar fóru fram þar í júní síðastliðnum. Verhofstadt var forsætisráðherra ríkisstjórnarinnar sem þá féll.

Eftir því sem stjórnarkreppan hefur dregist á langinn hafa vinsældir hans aukist. Er nú talið að hann sé eini stjórnmálamaðurinn sem getur komið í veg fyrir að Belgía klofni í tvö frönsku- og hollenskumælandi ríki.

Það er táknrænt fyrir spennuna sem ríkir á milli frönsku- og hollenskumælandi íbúa landsins að á laugardag var bauluðu hollendingar á ungfrú Belgíu, sem er frönskumælandi. Hún var spurð spurningar á hollensku en svaraði á frönsku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×