Erlent

Snekkja Saddams til sölu

Snekkja Saddams er fagurt fley.
Snekkja Saddams er fagurt fley.

Lystisnekkja Saddams Hussein er nú til sölu fyrir rífa tvo milljarða króna. Undanfarin ár hefur skipið legið í höfn í Frakklandi. Það var smíðað árið 1981 í Danmörku.

Dollan státar meðal annars af þyrlupalli og um borð er sagður allur sá lúxus sem nokkur maður getur óskað sér.

Þetta gæti verið farkostur fyrir óvænsæla menn, því allir gluggar eru með skotheldu gleri og það er hægt að setja upp þungar vélbyssur víðsvegar meðfram borðstokknum.

Þrjátíu og fimm manna áhöfn var til taks dag og nótt, meðan Saddam var við völd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×