Martröð á Ibrox 12. desember 2007 21:30 Eiður Smári skallar að marki Stuttgart í kvöld AFP Skoska liðið Glasgow Rangers þurfti að sætta sig við að komast ekki í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld eftir að hafa fengið 3-0 skell gegn Lyon á heimavelli sínum Ibrox. Rangers var með pálmann í höndunum og nægði jafntefli á heimavelli til að komast í 16-liða úrslitin, en lenti undir strax á 16. mínútu eftir að Govuo kom gestunum yfir. Lið Rangers virkaði frekar þunglamalegt í leiknum og hinn 19 ára gamlil Benzema gerði endanlega út um vonir Skotanna með tveimur laglegum mörkum skömmu fyrir leikslok. Rangers þarf því að sætta sig við að fara í Uefa keppnina en þýsku meistararnir áttu aldrei möguleika í riðlinum og reka lestina. Í hinum leiknum í E-riðli vann Barcelona 3-1 sigur á Stuttgart. Antonio kom gestunum yfir á 3. mínútu með glæsilegu marki úr aukaspyrnu, en Giovani jafnaði fyrir hlé. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli áður en klukkstund var liðin af leiknum. Það voru svo þeir Eto´o (57.) og Ronaldinho (67.) sem kláruðu dæmið fyrir Barcelona. Lokastaðan í E-riðli: Barcelona 14, Lyon 10, Rangers 7 og Stuttgart 3. Í F-riðlinum skildu Roma og Manchester United jöfn 1-1 í Róm þar sem Pique kom United yfir á 34. mínútu en Mancini jafnaði á 71. mínútu. Gestirnir höfðu ekki að miklu að keppa í leiknum, sem var frekar bragðdaufur, en United hefði með sigri geta orðið aðeins fimmta liðið til að klára riðil sinn með fullt hús stiga í Meistaradeildinni. Engu þeirra fjögurra liða sem það hefur tekist tókst þó að vinna sigur í keppninni. Þá vann Sporting 3-0 sigur á slöku liði Dynamo Kiev. Lokastaðan í F-riðli: United 16, Roma 11, Sporting 7, Kiev 0. Í G-riðli vann Inter 1-0 útisigur á PSV eftir að hollenska liðið spilaði með 10 menn frá því um miðbik fyrri hálfleiks. Cruz skoraði sigurmark Inter. Þá vann Fenerbahce 3-1 sigur á CSKA Moskvu 3-1 og tryggði sér annað sætið. Lokastaðan í G-riðli: Inter 15, Fenerbahce 11, PSV 7, CSKA 1. Í H-riðlinum tryggði Sevilla sér efsta sætið með 3-0 útisigri á Slavia þar sem Fabiano (66.) Kanoute (69.) og Alves (87.) skoruðu mörk spænska liðsins. Arsenal lagði Steua 2-1 með mörkum Diaby (8.) og Bendtner (42.), en Steua minnkaði muninn í síðari hálfleik. Lokastaðan í H-riðli: Sevilla 15, Arsenal 13, Slavia 5, Steua 1. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
Skoska liðið Glasgow Rangers þurfti að sætta sig við að komast ekki í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar í kvöld eftir að hafa fengið 3-0 skell gegn Lyon á heimavelli sínum Ibrox. Rangers var með pálmann í höndunum og nægði jafntefli á heimavelli til að komast í 16-liða úrslitin, en lenti undir strax á 16. mínútu eftir að Govuo kom gestunum yfir. Lið Rangers virkaði frekar þunglamalegt í leiknum og hinn 19 ára gamlil Benzema gerði endanlega út um vonir Skotanna með tveimur laglegum mörkum skömmu fyrir leikslok. Rangers þarf því að sætta sig við að fara í Uefa keppnina en þýsku meistararnir áttu aldrei möguleika í riðlinum og reka lestina. Í hinum leiknum í E-riðli vann Barcelona 3-1 sigur á Stuttgart. Antonio kom gestunum yfir á 3. mínútu með glæsilegu marki úr aukaspyrnu, en Giovani jafnaði fyrir hlé. Eiður Smári Guðjohnsen var í byrjunarliði Barcelona en var skipt af velli áður en klukkstund var liðin af leiknum. Það voru svo þeir Eto´o (57.) og Ronaldinho (67.) sem kláruðu dæmið fyrir Barcelona. Lokastaðan í E-riðli: Barcelona 14, Lyon 10, Rangers 7 og Stuttgart 3. Í F-riðlinum skildu Roma og Manchester United jöfn 1-1 í Róm þar sem Pique kom United yfir á 34. mínútu en Mancini jafnaði á 71. mínútu. Gestirnir höfðu ekki að miklu að keppa í leiknum, sem var frekar bragðdaufur, en United hefði með sigri geta orðið aðeins fimmta liðið til að klára riðil sinn með fullt hús stiga í Meistaradeildinni. Engu þeirra fjögurra liða sem það hefur tekist tókst þó að vinna sigur í keppninni. Þá vann Sporting 3-0 sigur á slöku liði Dynamo Kiev. Lokastaðan í F-riðli: United 16, Roma 11, Sporting 7, Kiev 0. Í G-riðli vann Inter 1-0 útisigur á PSV eftir að hollenska liðið spilaði með 10 menn frá því um miðbik fyrri hálfleiks. Cruz skoraði sigurmark Inter. Þá vann Fenerbahce 3-1 sigur á CSKA Moskvu 3-1 og tryggði sér annað sætið. Lokastaðan í G-riðli: Inter 15, Fenerbahce 11, PSV 7, CSKA 1. Í H-riðlinum tryggði Sevilla sér efsta sætið með 3-0 útisigri á Slavia þar sem Fabiano (66.) Kanoute (69.) og Alves (87.) skoruðu mörk spænska liðsins. Arsenal lagði Steua 2-1 með mörkum Diaby (8.) og Bendtner (42.), en Steua minnkaði muninn í síðari hálfleik. Lokastaðan í H-riðli: Sevilla 15, Arsenal 13, Slavia 5, Steua 1.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira