Jón Halldór: Keflvíkingar sætta sig ekki við 2. sæti Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 11. desember 2007 15:00 Jón Halldór tekur við viðurkenningu sinni frá Matthíasi Imsland, framkvæmdarstjóra Iceland Express. Mynd/E. Stefán Jón Halldór Eðvarðsson var í dag útnefndur besti þjálfarinn í fyrstu níu umferðunum í Iceland Express deild kvenna. Jón Halldór er þjálfari Keflavíkur sem er á toppi deildarinnar með átján stig eftir tíu leiki. Liðið hefur því unnið alla leiki sína nema einn þar sem Grindavík vann Keflavík á heimavelli í næstsíðustu umferð. Keflavík átti þrjá leikmenn í liði umferðanna og segir Jón Halldór að hann hefði helst að allir í liðinu væru Keflvíkingar. „En þetta er auðvitað frábær árangur," sagði hann. „Þetta tímabil hefur bæði verið gott og slæmt fyrir okkur. Við höfum verið að spila frábæran körfubolta og leikmenn hafa unnið afar vel á æfingum sem hefur skilað sér í leikina. En á móti kemur að við misstum fjóra af fimm byrjunarliðsmönnum frá síðasta tímabili en það hefur þó ekki komið að sök." Bæði karla- og kvennalið Keflavíkur eru á toppi sinna deilda en karlaliðið hefur unnið alla sína níu leiki til þessa. „Hvorugt lið gerði nokkurn skapaðan hlut á síðasta tímabili," sagði Jón Halldór. „Keflavík er stærsti körfuboltaklúbbur landsins, að minnsta kosti hvað iðkendafjölda varðar. Menn sætta sig ekkert við það að lenda í öðru sæti enda man enginn hver lenti í öðru sæti. Það eru allir í Keflavík samstilltir um að vinna alla titla." En þó svo að Keflavík eigi marga góða leikmenn segir Jón Halldór að liðsheildin sé mikilvægust. „Sterkir leikmenn vinna kannski einstaka leiki en aldrei titla. Lið vinna titla vegna góðrar liðsheildar og ég tel að Keflavík sé með mjög sterka liðsheild." Jón Halldór segir einnig að tapið í Grindavík hafi komið sér á óvart. „Já, ég verð að segja það alveg eins og er. En þetta var einn af þessum leikjum þar sem við hittum afar illa. Skotnýting okkar í þriggja stiga skotum var 14,1% og við klikkuðum einnig á fjórtán vítaköstum. En þrátt fyrir það töpuðum við með tveggja stiga mun í framlengingu." „Einbeitingin var einfaldlega ekki til staðar og mun það ekki gerast aftur í vetur." Í næsta leik unnu Keflvíkingar góðan og öruggan sigur á Íslandsmeisturum Hauka sem eru í þriðja sæti deildarinnar en Grindavík er í því fjórða. „Við þurfum að sýna í hvert einasta skipti sem við spilum að við ætlum okkur að vinna. Eftir tapið þurftum við að koma til baka með stæl og gerðum við það." Á morgun verður sannkallaður toppslagur í deildinni þar sem efstu tvö liðin, Keflavik og KR, mætast. Ef KR vinnur verða liðin jöfn að stigum en ef Keflavík vinnur verður liðið með fjögurra stiga forskot á toppnum. Jón Halldór vill þó ekki meina að þar með sé liðið stungið af. „Ég veit það nú ekki. Ef það verður talað um það verður það vegna þess eitthvað vonleysi grípur um sig í hinum liðunum." Efri röð frá vinstri: Monique Martin, KR, Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum, Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík. Neðri röð frá vinstri: TaKesha Watson, Keflavík og Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík.Mynd/E. StefánJón Halldór Eðvarsson, þjálfari Keflavíkur, tekur við viðurkenningu sinni frá Matthíasi Imsland, framkvæmdarstjóra Iceland Express.Mynd/E. StefánTaKesha Watson, leikmaður Keflavíkur, með verðlaunin sín.Mynd/E. StefánPálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík og Matthías Imsland, framkvæmdarstjóri Iceland Express.Mynd/E. StefánHannes Jónsson formaður KKÍ færir Margréti Köru Sturludóttur viðurkenningu sína.Mynd/E. StefánKristrún Sigurjónsdóttir, Haukum, var valin í lið umferðanna.Mynd/E. StefánMonique Martin var eini leikmaður KR í liði umferðanna. Hér fær hún viðurkenningu sína frá Hannesi Jónssyni, formanni KKÍ.Mynd/E. StefánTaKesha Watson fær hér viðurkenningu sína fyrir að vera í liði umferðanna frá Hannesi Jónssyni, formanni KKÍ.Mynd/E. Stefán Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir TaKesha Watson valin best TaKesha Watson, leikmaður Keflavíkur, var í dag valin besti leikmaður fyrstu níu umferðanna í Iceland Express-deild kvenna. 11. desember 2007 11:59 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
Jón Halldór Eðvarðsson var í dag útnefndur besti þjálfarinn í fyrstu níu umferðunum í Iceland Express deild kvenna. Jón Halldór er þjálfari Keflavíkur sem er á toppi deildarinnar með átján stig eftir tíu leiki. Liðið hefur því unnið alla leiki sína nema einn þar sem Grindavík vann Keflavík á heimavelli í næstsíðustu umferð. Keflavík átti þrjá leikmenn í liði umferðanna og segir Jón Halldór að hann hefði helst að allir í liðinu væru Keflvíkingar. „En þetta er auðvitað frábær árangur," sagði hann. „Þetta tímabil hefur bæði verið gott og slæmt fyrir okkur. Við höfum verið að spila frábæran körfubolta og leikmenn hafa unnið afar vel á æfingum sem hefur skilað sér í leikina. En á móti kemur að við misstum fjóra af fimm byrjunarliðsmönnum frá síðasta tímabili en það hefur þó ekki komið að sök." Bæði karla- og kvennalið Keflavíkur eru á toppi sinna deilda en karlaliðið hefur unnið alla sína níu leiki til þessa. „Hvorugt lið gerði nokkurn skapaðan hlut á síðasta tímabili," sagði Jón Halldór. „Keflavík er stærsti körfuboltaklúbbur landsins, að minnsta kosti hvað iðkendafjölda varðar. Menn sætta sig ekkert við það að lenda í öðru sæti enda man enginn hver lenti í öðru sæti. Það eru allir í Keflavík samstilltir um að vinna alla titla." En þó svo að Keflavík eigi marga góða leikmenn segir Jón Halldór að liðsheildin sé mikilvægust. „Sterkir leikmenn vinna kannski einstaka leiki en aldrei titla. Lið vinna titla vegna góðrar liðsheildar og ég tel að Keflavík sé með mjög sterka liðsheild." Jón Halldór segir einnig að tapið í Grindavík hafi komið sér á óvart. „Já, ég verð að segja það alveg eins og er. En þetta var einn af þessum leikjum þar sem við hittum afar illa. Skotnýting okkar í þriggja stiga skotum var 14,1% og við klikkuðum einnig á fjórtán vítaköstum. En þrátt fyrir það töpuðum við með tveggja stiga mun í framlengingu." „Einbeitingin var einfaldlega ekki til staðar og mun það ekki gerast aftur í vetur." Í næsta leik unnu Keflvíkingar góðan og öruggan sigur á Íslandsmeisturum Hauka sem eru í þriðja sæti deildarinnar en Grindavík er í því fjórða. „Við þurfum að sýna í hvert einasta skipti sem við spilum að við ætlum okkur að vinna. Eftir tapið þurftum við að koma til baka með stæl og gerðum við það." Á morgun verður sannkallaður toppslagur í deildinni þar sem efstu tvö liðin, Keflavik og KR, mætast. Ef KR vinnur verða liðin jöfn að stigum en ef Keflavík vinnur verður liðið með fjögurra stiga forskot á toppnum. Jón Halldór vill þó ekki meina að þar með sé liðið stungið af. „Ég veit það nú ekki. Ef það verður talað um það verður það vegna þess eitthvað vonleysi grípur um sig í hinum liðunum." Efri röð frá vinstri: Monique Martin, KR, Kristrún Sigurjónsdóttir, Haukum, Margrét Kara Sturludóttir, Keflavík. Neðri röð frá vinstri: TaKesha Watson, Keflavík og Pálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík.Mynd/E. StefánJón Halldór Eðvarsson, þjálfari Keflavíkur, tekur við viðurkenningu sinni frá Matthíasi Imsland, framkvæmdarstjóra Iceland Express.Mynd/E. StefánTaKesha Watson, leikmaður Keflavíkur, með verðlaunin sín.Mynd/E. StefánPálína Gunnlaugsdóttir, Keflavík og Matthías Imsland, framkvæmdarstjóri Iceland Express.Mynd/E. StefánHannes Jónsson formaður KKÍ færir Margréti Köru Sturludóttur viðurkenningu sína.Mynd/E. StefánKristrún Sigurjónsdóttir, Haukum, var valin í lið umferðanna.Mynd/E. StefánMonique Martin var eini leikmaður KR í liði umferðanna. Hér fær hún viðurkenningu sína frá Hannesi Jónssyni, formanni KKÍ.Mynd/E. StefánTaKesha Watson fær hér viðurkenningu sína fyrir að vera í liði umferðanna frá Hannesi Jónssyni, formanni KKÍ.Mynd/E. Stefán
Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir TaKesha Watson valin best TaKesha Watson, leikmaður Keflavíkur, var í dag valin besti leikmaður fyrstu níu umferðanna í Iceland Express-deild kvenna. 11. desember 2007 11:59 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Sjá meira
TaKesha Watson valin best TaKesha Watson, leikmaður Keflavíkur, var í dag valin besti leikmaður fyrstu níu umferðanna í Iceland Express-deild kvenna. 11. desember 2007 11:59
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum