Fram vann sjö marka sigur á ÍBV, 36-29, eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 17-16.
Framarar sýndu styrk sinn í seinni hálfleiknum sem þeir unnu á endanum með sex mörkum.
Sigurinn skilaði Framliðinu upp í annað sætið við hlið Aftureldingar. Lið Fram og ÍBV voru jöfn að stigum fyrir leikinn í fjórða og fimmta sæti.
Rúnar, sem varð Íslandsmeistari með ÍBV, skoraði tíu mörk úr aðeins tólf skotum í leiknum og átti einnig fjórar stoðsendingar.
Hinn ungi Reynir Þór Stefánsson var einnig flottur með sjö mörk og fimm stoðsendingar og Ívar Logi Styrmisson skoraði fimm mörk. Arnór Máni Daðason varði fjórtán skot þar af voru tvö þeirra víti.
Sigtryggur Daði Rúnarsson skoraði sex mörk fyrir ÍBV og þeir Gauti Gunnarsson og Dagur Arnarsson voru með fjögur mörk hvor.