Handtekinn eftir heimkomu Guðjón Helgason skrifar 5. desember 2007 12:26 Breska lögreglan handtók í gærkvöldi John Darwin, Bretann sem talinn var af fyrir fimm árum en birtist óvænt aftur um síðustu helgi. Breskt blað birti í morgun ljósmynd sem sýnir hann með eiginkonu sinni í Panama í fyrrasumar. Kennarinn og fangavörðurinn John Darwin hvarf árið 2002. Hann var talinn af þegar brak úr kanó sem hann átti fannst við ströndina nærri Hartlepool þar sem hann bjó með konu sinni Anne og tveimur börnum. Líkið fannst ekki. Hann var úrskurðaður látinn og Anne fékk líftryggingu hans greidda. Lögregla hætti þó aldrei að rannsaka hvarf hans. Það var svo um síðustu helgi sem Darwin gaf sig fram á lögreglustöð í Lundúnum - sagðist ekkert muna frá árinu 2000. Nokkrum vikum áður seldi Anne tvö hús sem þau hjónin áttu og flutti til Panama. Stuttu áður hafði lögreglu borist ábending um að Darwin tengdist Panama með einhverjum hætti. Í viðtali við Daily Mail í morgun segir Anne að endurkoma Johns hafi komið henni jafn mikið á óvart og öllum öðrum. Hún ætli heim að hitta hann en fyrst þurfi hún að taka við húsgögnum frá Bretlandi og ganga frá vegabréfsáritunum sínum. Breska dagblaðið Daily Mirror birti hins vegar mynd sem bendir til að Anne Darwin fari með rangt mál. Hún er sögð sýna hjónin saman í Panama í júlí í fyrra með framkvæmdastjóra fyrirtækis í Panamaborg sem hjálpar fólki við að setjast þar að. Blaðið hefur eftir honum að þau hafi leigt herbergi af fyrirtækinu, myndin tekin við það tækifæri og birt á vefsíðu fyrirtækisins. Þau hafi sagt honum að þau ætluðu að hefja nýtt líf í Panama. Hann segir þau ekki hafa verið mótfallin myndatöku og hafi vitað að myndin yrði sett á netið. Breska lögreglan handtók Darwin í gærkvöldi - grunaðan um svik. Á blaðamannafundi lögreglu í morgun var óskað eftir upplýsingum frá fólki sem vissi hvar John Darwin hefði alið manninn síðustu ár. Þær upplýsingar gætu komið hvaðanæva úr heiminum. Erlent Fréttir Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira
Breska lögreglan handtók í gærkvöldi John Darwin, Bretann sem talinn var af fyrir fimm árum en birtist óvænt aftur um síðustu helgi. Breskt blað birti í morgun ljósmynd sem sýnir hann með eiginkonu sinni í Panama í fyrrasumar. Kennarinn og fangavörðurinn John Darwin hvarf árið 2002. Hann var talinn af þegar brak úr kanó sem hann átti fannst við ströndina nærri Hartlepool þar sem hann bjó með konu sinni Anne og tveimur börnum. Líkið fannst ekki. Hann var úrskurðaður látinn og Anne fékk líftryggingu hans greidda. Lögregla hætti þó aldrei að rannsaka hvarf hans. Það var svo um síðustu helgi sem Darwin gaf sig fram á lögreglustöð í Lundúnum - sagðist ekkert muna frá árinu 2000. Nokkrum vikum áður seldi Anne tvö hús sem þau hjónin áttu og flutti til Panama. Stuttu áður hafði lögreglu borist ábending um að Darwin tengdist Panama með einhverjum hætti. Í viðtali við Daily Mail í morgun segir Anne að endurkoma Johns hafi komið henni jafn mikið á óvart og öllum öðrum. Hún ætli heim að hitta hann en fyrst þurfi hún að taka við húsgögnum frá Bretlandi og ganga frá vegabréfsáritunum sínum. Breska dagblaðið Daily Mirror birti hins vegar mynd sem bendir til að Anne Darwin fari með rangt mál. Hún er sögð sýna hjónin saman í Panama í júlí í fyrra með framkvæmdastjóra fyrirtækis í Panamaborg sem hjálpar fólki við að setjast þar að. Blaðið hefur eftir honum að þau hafi leigt herbergi af fyrirtækinu, myndin tekin við það tækifæri og birt á vefsíðu fyrirtækisins. Þau hafi sagt honum að þau ætluðu að hefja nýtt líf í Panama. Hann segir þau ekki hafa verið mótfallin myndatöku og hafi vitað að myndin yrði sett á netið. Breska lögreglan handtók Darwin í gærkvöldi - grunaðan um svik. Á blaðamannafundi lögreglu í morgun var óskað eftir upplýsingum frá fólki sem vissi hvar John Darwin hefði alið manninn síðustu ár. Þær upplýsingar gætu komið hvaðanæva úr heiminum.
Erlent Fréttir Mest lesið Tveir alvarlega slasaðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent Fleiri fréttir Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Sjá meira