Körfubolti

Stoudemire skoraði 42 stig

Steve Nash er hér að smella út einni af sautján stoðsendingum sínum í Indiana í nótt
Steve Nash er hér að smella út einni af sautján stoðsendingum sínum í Indiana í nótt NordicPhotos/GettyImages

Sex leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Amare Stoudemire skoraði 42 stig og hirti 13 fráköst fyrir Phoenix þegar liðið lagði Indiana 121-117 á útivelli.

Steve Nash skorði 18 stig í leiknum og gaf 17 stoðsendingar en Jermaine O´Neal skoraði 30 stig og hirti 11 fráköst fyrir Indiana og Jamaal Tinsley skoraði 19 stig og gaf 12 stoðsendingar.

Detroit vann fremur fyrirhafnarlítinn sigur á Atlanta á útivelli 106-95 og var þetta 30. sigur Detroit á Atlanta í síðustu 40 viðureignum liðanna á liðlega áratug. Tayshaun Prince skoraði 23 stig fyrir jafnt lið Detroit en Josh Childress skoraði 18 fyrir Atlanta.

New Jersey vann auðveldan útisigur á Cleveland 100-79 þar sem heimamenn voru enn án LeBron James sem er meiddur. Richard Jefferson skoraði 36 stig fyrir New Jersey en Shannon Brown átti sinn besta leik á ferlinum með Cleveland og skoraði 20 stig eftir að hafa verið í byrjunarliðinu í fyrsta sinn. Cleveland er nú komið með neikvætt vinningshlutfall (9-10) og hefur tapað fjórum leikjum í röð.

LA Lakers vann auðveldan útisigur á Minnesota 116-95 þar sem Kobe Bryant var stigahæstur hjá Lakers með 20 stig þrátt fyrir að vera með flensu. Sebastian Telfair skoraði 16 stig fyrir Minnesota sem hefur aðeins unnið 2 af fyrstu 16 leikjum sínum í deildinni.

Sacramento vann þriðja stóra leikinn sinn á heimavelli á stuttum tíma þegar liðið skellti Utah Jazz 117-107. Liðið hefur nú skellt San Antonio, Houston og nú Utah á heimavelli á síðustu dögum. Sigurinn í nótt var þó dýr því liðið missti enn eina stjörnuna í meiðsli - nú stigahæsta manninn sinn Kevin Martin. Deron Williams var atkvæðamestur gestanna með 30 stig og 7 stoðsendingar en Kevin Martin lauk keppni með 25 stig hjá Sacramento þrátt fyrir að fara meiddur af velli í þriðja leikhluta. Talið er að Martin verði frá meira og minna út desember.

Loks vann Milwaukee góðan útisigur á LA Clippers 87-78 þar sem Michael Redd skoraði 25 stig fyrir Milwaukee en Corey Maggette setti 20 fyrir Clippers. Milwaukee hafði tapað fjórum leikjum í röð fyrir leikinn í nótt, en Clippers hefur nú tapað sex í röð þar sem nokkrir af lykilmönnum liðsins eru meiddir.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×