Orlando vinnur enn á útivelli 3. desember 2007 09:26 Rashard Lewis hjá Orlando sækir hér að Kobe Bryant í leiknum í Los Angeles NordicPhotos/GettyImages Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og venjulega þar sem átta leikir voru á dagskrá. Orlando hefur unnið 10 af 12 útileikjum sínum í upphafi leiktíðar eftir góðan sigur á Lakers í Los Angeles í nótt 104-89. Rashard Lewis var stigahæstur í jöfnu liði Orlando með 18 stig, Dwight Howard skoraði 17 og þeir Keyon Dooling og Hedo Turkoglu 14 hvor. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir heimamenn. Boston vann auðveldan heimasigur á Cleveland 90-70 þar sem gestirnir voru án LeBron James sem er meiddur. Ray Allen skoraði 20 stig fyrir Boston en Zydrunas Ilgauskas skoraði 12 stig og hirti 13 fráköst fyrir Cleveland. Indiana skellti LA Clippers á útivelli 101-95 á bak við 29 stig frá Jamal Tinsley. Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 22 fráköst fyrir heimamenn. San Antonio varð fyrir miklu áfalli þegar Tim Duncan meiddist á hné í auðveldum sigri liðsins á Portland á heimavelli í nótt 100-79. Ekki er talið að meiðsli Duncan séu mjög alvarleg en ljóst þykir að hann spili ekki með liðinu á næstunni. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio en þeir Martell Webster og Travis Outlaw skoruðu 17 hvor fyrir gestina. Detroit valtaði yfir New Jersey heima 118-95. Vince Carter skoraði 22 stig fyrir New Jersey en Rip Hamilton skoraði 19 stig fyrir heimamenn sem hafa unnið 11 af fyrstu 16 leikjum sínum. Phoenix tryggði sér 115-104 sigur á New York á útivelli með góðum endaspretti. Grant Hill og Amare Stoudemire skoruðu 28 stig hvor fyrir gestina en Stephon Marbury og Eddy Curry skoruðu 21 hvor fyrir New York. Denver rótburstaði Miami 115-89 á heimavelli þar sem gestirnir áttu aldrei möguleika eftir að Shaquille O´Neal og Dwyane Wade lentu báðir í villuvandræðum í upphafi leiks. Carmelo Anthony skoraði 30 stig fyrir Denver og Marcus Camby hirti 21 frákast - en Wade var stigahæstur gestanna með 13 stig. Miami hefur aðeins unnið fjóra leiki í vetur en tapað tólf. Loks vann Golden State sannfærandi útisigur á Seattle 109-96 í leik sem þurfti að fresta um hálftíma eftir að kviknaði í stigatöflunni í Key Arena skömmu áður en flauta átti til leiks. Stephen Jackson og Al Harrington skoruðu 20 stig hvor fyrir gestina og Baron Davis skoraði 12 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Chris Wilcox og Earl Watson skoruðu 16 stig hvor fyrir Seattle en nýliðinn Kevin Durant skoraði aðeins 6 stig. Seattle hefur aðeins unnið þrjá leiki á tímabilinu. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA deildinni. NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira
Það var nóg um að vera í NBA deildinni í nótt eins og venjulega þar sem átta leikir voru á dagskrá. Orlando hefur unnið 10 af 12 útileikjum sínum í upphafi leiktíðar eftir góðan sigur á Lakers í Los Angeles í nótt 104-89. Rashard Lewis var stigahæstur í jöfnu liði Orlando með 18 stig, Dwight Howard skoraði 17 og þeir Keyon Dooling og Hedo Turkoglu 14 hvor. Kobe Bryant skoraði 28 stig fyrir heimamenn. Boston vann auðveldan heimasigur á Cleveland 90-70 þar sem gestirnir voru án LeBron James sem er meiddur. Ray Allen skoraði 20 stig fyrir Boston en Zydrunas Ilgauskas skoraði 12 stig og hirti 13 fráköst fyrir Cleveland. Indiana skellti LA Clippers á útivelli 101-95 á bak við 29 stig frá Jamal Tinsley. Chris Kaman skoraði 22 stig og hirti 22 fráköst fyrir heimamenn. San Antonio varð fyrir miklu áfalli þegar Tim Duncan meiddist á hné í auðveldum sigri liðsins á Portland á heimavelli í nótt 100-79. Ekki er talið að meiðsli Duncan séu mjög alvarleg en ljóst þykir að hann spili ekki með liðinu á næstunni. Tony Parker skoraði 27 stig fyrir San Antonio en þeir Martell Webster og Travis Outlaw skoruðu 17 hvor fyrir gestina. Detroit valtaði yfir New Jersey heima 118-95. Vince Carter skoraði 22 stig fyrir New Jersey en Rip Hamilton skoraði 19 stig fyrir heimamenn sem hafa unnið 11 af fyrstu 16 leikjum sínum. Phoenix tryggði sér 115-104 sigur á New York á útivelli með góðum endaspretti. Grant Hill og Amare Stoudemire skoruðu 28 stig hvor fyrir gestina en Stephon Marbury og Eddy Curry skoruðu 21 hvor fyrir New York. Denver rótburstaði Miami 115-89 á heimavelli þar sem gestirnir áttu aldrei möguleika eftir að Shaquille O´Neal og Dwyane Wade lentu báðir í villuvandræðum í upphafi leiks. Carmelo Anthony skoraði 30 stig fyrir Denver og Marcus Camby hirti 21 frákast - en Wade var stigahæstur gestanna með 13 stig. Miami hefur aðeins unnið fjóra leiki í vetur en tapað tólf. Loks vann Golden State sannfærandi útisigur á Seattle 109-96 í leik sem þurfti að fresta um hálftíma eftir að kviknaði í stigatöflunni í Key Arena skömmu áður en flauta átti til leiks. Stephen Jackson og Al Harrington skoruðu 20 stig hvor fyrir gestina og Baron Davis skoraði 12 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 8 fráköst. Chris Wilcox og Earl Watson skoruðu 16 stig hvor fyrir Seattle en nýliðinn Kevin Durant skoraði aðeins 6 stig. Seattle hefur aðeins unnið þrjá leiki á tímabilinu. Smelltu hér til að sjá stöðuna í NBA deildinni.
NBA Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Sjá meira